Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þórshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 31. ágúst 2022

Þórshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Þórshani er afar sjaldgæfur varpfugl, talið er að hér séu aðeins um 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Vegna þessa nýtur hann sérstakrar friðunar sem felur í sér að dvöl manna við hreiður Þórshana er óheimil nema með sérstakri undanþágu frá Umhverfisstofnun.

Hann kemur hingað seinastur allra farfugla og dvelur ekki nema 1-2 mánuði á varpstöðvum. Þar fyrir utan er talið að þeir dvelji á rúmsjó allt að því 10-11 mánuði á ári og eru því vetrarstöðvar þeirra lítið þekktar. Hann er í lítilli ætt sundhana ásamt óðinshana og freyshana. Þórshani á það sameiginlegt með frændum sínum að kvenfuglinn er skrautlegri og á frumkvæði að tilhugalífinu. Ljósmyndin sýnir karlfugl en líkt og hann er kvenfuglinn rauðbrúnn að neðan en með svartan koll, goggrót og hvítan vanga. Þegar hún hefur orpið tekur karlinn alfarið við og sér um að liggja á eggjunum og koma ungum á legg. Kvenfuglarnir koma ekki nálægt uppeldinu heldur hópast saman eða parast aftur við aðra karlfugla og gætu þess vegna orpið aftur.

Atferli þórshana og óðinshana er mjög svipað en þeir sjást oftast á sundi þar sem þeir synda rösklega í hringi í fæðuleit. Þeir dýfa goggnum ótt og títt í vatnið til að safna alls konar smádýrum sem þyrlast upp undan þeim. Ásamt þessu éta þeir einnig rykmý af bökkum og yfirborði vatns. Þórshani er einstaklega gæfur en best er að hafa hægt um sig nálægt þeim, láta þá óáreitta og þá koma þeir gjarnan alveg upp að manni.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...