Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Líf og starf 13. febrúar 2023

Þorrablót með Bændablaðsþema

Íbúar í fyrrum Hraungerðis- og Sandvíkurhreppi í Flóa nýttu heldur betur tækifærið, en nýverið „kom loksins að því“ að hægt væri að halda þorrablót.

Höfðu gestir beðið óþreyjufullir í nú þrjú ár og blótið því haldið með pomp og prakt í félagsheimilinu Þingborg en þema kvöldsins var Bændablaðið og gamli tíminn.

Eins og vani er var góðlátlegt grín í garð sveitunga í hámæli, skemmtiatriði og leikþáttur sýnd auk þess sem myndband og „Flóa-Bændablaðið“ útgefið. Fundust þar fréttir gríns og glens en einnig mátti finna söngtexta í formi Bændablaðsins.

Veglegur vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands var veittur fyrir best skreytta borðið en borðskreytingakeppni var að sjálfsögðu í gangi. Sá Sjafnarblóm um að pakka vinningnum inn en einnig voru veitt verðlaun frá fyrrnefndum fyrirtækjum fyrir bestu stökuna.

Dynjandi dans var þreyttur fram á rauða nótt við tóna hljómsveitarinnar Sveitamanna og tókst skemmtunin vel í alla staði.

Hvað varðar vinningsstökuna var hún ort af Guðmundi nokkrum Stefánssyni, fyrrverandi bónda í Hraungerði. Dómnefndin taldin hana bragfræðilega alveg hárrétta auk þess að vera með innrími og er hún svohljóðandi:

Víni töppum við í munn,
víst með köppum gaman.
Takta stöppum talsvert kunn,
tryllt með löppum saman.

Dæmi um aðrar stökur sem komu vel til álita eru eftirfarandi:

Feitmeti úr Flóanum
fæ ég hér á blóti
Metfjárins úr móunum
menn hér allir njóti
Höf: Ingólfur Narfason og Guðmundur Stefánsson

Stöku, stöku, stöku sinnum
stormum við á þorrablót
Eftir drjúga drykkju finnum
dásamlega fiman fót
Höf: Betzy Marie Davidson

Villtust í Þingborg Villingar
vaðandi snjó og krapa
Sagt er að þau séu snillingar
sem kunna mjög illa að tapa
Höf: Sigtryggur og Sigfús
(mjög líklega dulnefni)

Skemmtinefnd með stólpagrín
skaffar mörgum kvíða
Meðalið er meira vín
má það fara víða
Höf: Byggðarhornsborðið

Bil á milli borða
býsna lítið er
Ef geymir kona forða
á afturenda sér
Höf: Svanhildur

„Súrt er það“ sagði einn
og stakk upp í sig hvalnum
„Þetta er nú sítróna Sveinn,
sem var hérna á gólfinu í salnum“
Höf: Sigurður Andri Jóhannesson

Húð á beinum hangir
hold þar hvergi sést
út frá limum langir
af liggur ýldupest
Höf: Sævar Eiríksson

9 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...