Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Ákall er eftir að virkja orku hinna vestfirsku fjalla.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. maí 2023

Þörf á vestfirskum vatnsaflsvirkjunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ótrygg raforka á Vestfjörðum stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Þörf er á nýjum virkjunum að lágmarki 25 megavött.

Efla þarf flutningskerfið til að auka afhendingaröryggi og takmarka flutningstöp. Varaafl framleitt með jarðefnaeldsneyti skiptir enn miklu máli.

Fram til ársins 2030 er áætlað að 20 megavött þurfi í orkuskipti og rafvæðingu á höfnum, smábátum, þungaflutningum og einkabílum. Enn fremur má gera ráð fyrir að 15 megavött þurfi til að mæta uppbyggingu nýrra fyrirtækja á svæðinu. Orkuþörf Vestfjarða fer því úr 50 megavöttum í 85. Þetta er meðal þess sem kom fram á Orkuþingi Vestfjarða 12. apríl sl.

Samþykktir hafa verið tveir virkjanakostir í rammaáætlun sem geta hvor um sig uppfyllt áðurnefnda orkuþörf, þ.e. Austurgilsvirkjun og Ófeigsfjarðarvirkjun. Jafnframt er til skoðunar virkjunarkostur í Vatnsdal í Vatnsfirði. Í undirbúningi er virkjun í Steingrímsfirði sem getur skilað allt að 10 megavöttum.

Líklegt er að hringtenging flutningskerfis raforku á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum verði lokið á næstu þremur árum. Með aflaukningu og eflingu flutningskerfisins mun afhendingaröryggi aukast um 90 prósent. Vegna ótryggrar afhendingar á raforku skiptir jarðefnaeldsneyti miklu máli við framleiðslu á varaafli.

Til staðar eru ljósavélar sem geta framleitt 28 megavött raforku, ásamt tólf megavatta olíukatli tengdum fjarvarmaveitu.

Skylt efni: Vestfirðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...