Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórarinsstaðir
Bóndinn 29. apríl 2021

Þórarinsstaðir

Ábúendur á Þórarinsstöðum, Styrmir Þorsteinsson og Kristín Erla,  tóku við búskapnum haustið  2013 af þeim hjónum Hreini Gunnarssyni og Steinunni Þorsteinsdóttur. Hreinn lést eftir erfið veikindi 2. janúar 2021 en Steinunn býr enn á Þórarinsstöðum og á sínar skepnur.

Áður bjuggu Styrmir og Kristín í Unnarholtskoti í sömu sveit.

Býli: Þórarinsstaðir í Hruna­manna­hreppi.

Staðsett í sveit: Uppsveitum Árnessýslu.

Ábúendur: Styrmir Þorsteinsson, Kristín Erla Ingimarsdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Styrmir og Kristín eiga 3 börn, Anna Dagbjört, 24 ára, stundar nám í Kaupmannahöfn, Kristinn Þór, 20 ára, er að flytja suður og fara í háskólanám. Þorsteinn Ingi, 13 ára, nemandi í Flúðaskóla og  vinnumaður á Þórarinsstöðum.

Kötturinn Skotti og smala­hundarnir Rex og Smali sem gegna því hlutverki að vera vinnuhundar. 

Stærð jarðar?  Kringum 300 hektarar.

Gerð bús?  Blandað bú, sauðfjárbúskapur, nautaeldi og hross

Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með um 230 kindur, 25 naut og 18 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Kristín starfar sem kennari í Flúðaskóla en hún stundar einnig nám við HÍ og ríður út ef færi gefst.

Styrmir byrjar daginn á gegningum og fer svo til vinnu sem getur verið ansi fjölbreytileg. Hann vinnur annars hjá Storm Rider sem er að selja hnakka og önnur reiðtygi.

Einnig starfar hann við trésmíðar og vélsmíði.

Dagurinn endar svo á gegningum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er nánast allt skemmtilegt tengt búskap.

En eins og á öðrum bæjum getur það verið ansi leiðigjarnt að halda gólfinu í fjárhúsunum hreinum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipað og er í dag. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að upprunavottorð á kjötframleiðslu gæti hjálpað mikið.

Einnig mætti fara að huga meira að lífrænum búskap en við teljum að það sé góður markaður fyrir slíkar vörur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjörvi, egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt sem er reykt og saltað hvort sem það er kjöt eða fiskur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hér er hver dagur eftir­minnilegur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...