Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þögli meirihlutinn vill meiri loftslagsaðgerðir
Utan úr heimi 8. maí 2025

Þögli meirihlutinn vill meiri loftslagsaðgerðir

Höfundur: Þröstur Helgason

89% fólks í heiminum vill að yfirvöld grípi til frekari aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. Þetta sýna ritrýndar rannsóknir á viðhorfi almennings um allan heim.

Niðurstöðurnar koma flestum á óvart, jafnvel þeim sem fylgjast hvað best með fréttum og annarri umfjöllun um loftslagsmál. Um árabil hefur það verið viðkvæðið að fólk sem talar fyrir frekari loftslagsaðgerðum sé í minnihluta. Þessar nýju rannsóknir sýna þvert á móti að það er í miklum meirihluta.

Af þessum ástæðum efndu loftslagsblaðamenn víða um heim til verkefnis sem þeir kenna við 89% á degi jarðar í síðustu viku, 22. apríl. Markmiðið er að efla og auka umfjöllun um loftslagsmál í fjölmiðlum um allan heim. Guardian greinir frá.

Fæst vita að þau tilheyra meirihlutanum

Nýlegasta rannsóknin, People‘s Climate Vote 2024, var á vegum Oxford-háskóla og leiddi í ljós að 89% almennings í löndum sem teljast til fátækari hluta heims vilja að yfirvöld leggi meiri áherslu á loftslagsaðgerðir. Í þessum löndum búa um það bil fjórir af hverjum fimm jarðarbúum.

Í ríkari löndum hins iðnvædda heims vildu um það bil tveir af hverjum þremur íbúum harðari aðgerðir í þágu loftslagsins. Samanlagt má segja að 80% heimsbyggðarinnar styðji meiri aðgerðir.

Fjöldi rannsókna á vegum Yaleháskóla hafa leitt sömu viðhorf í ljós: flest fólk í flestum löndum vill meiri aðgerðir.

Það var svo í rannsókn á vegum Nature Climate Change sem fram kom að stærstur hluti jarðarbúa veit ekki að hann tilheyrir meirihlutanum sem vill meiri aðgerðir til þess að hamla gegn frekari hlýnun jarðar. „Einstaklingar um allan heim vanmeta kerfisbundið vilja annarra jarðarbúa til þess að grípa til aðgerða,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

74% Bandaríkjamanna vilja aðgerðir

Sem stendur er þessi mikli meirihluti hljóður. Hans sjónarmið kemst ekki að í meginstraumsmiðlum og á samfélagsmiðlum. Og eftir að Donald Trump komst til valda og hóf að draga úr áherslu Bandaríkjanna á loftslagsaðgerðir og auka framleiðslu á jarðefnaeldsneyti, þá virðist fátt benda til þess að þetta breytist á næstunni.

Í Bandaríkjunum styðja raunar 74% íbúa að gripið verði til meiri aðgerða til að draga úr hlýnun. Það gengur þvert á stefnu forsetans.

Sambærileg tala á Indlandi er 80% og 90% í Burkina Faso. Viðhorfin eru einnig breytileg eftir kyni, aldri, pólitískum skoðunum fólks og efnahagsstöðu.

Enn er hægt að bregðast við

Vísindafólk hefur lengi haldið því fram að heimurinn búi yfir þeim tólum og tækjum sem þarf til þess að bregðast við hamfarahlýnuninni. Spurningin er hvort hinn þögli meirihluti hafi náð skilaboðunum. Um það snýst verkefnið sem kennt er við 89%. Því er ætlað að efla vitund almennings um að það er enn hægt að snúa þróuninni við ef vilji er fyrir hendi. Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa þegar skráð sig til þátttöku og það hefur Bændablaðið einnig gert. Lesendur mega því eiga von á því að sjá fleiri fréttir um loftslagsmál í blaðinu á næstunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...