Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar
Fréttir 6. september 2016

Þjóðverjar búa sig undir árás eða aðrar hörmungar

Þýsk stjórnvöld hvetja íbúa landsins nú til að tryggja að þeir eigi alltaf 10 daga birgðir af mat og öðrum nauðsynjum á heimilum sínum. Þetta kemur m.a. fram í sunnudagsútgáfu þýska blaðsins Frankfurter Allemeine.
 
Er í fyrsta sinn síðan á dögum kalda stríðsins sem viðbúnaður sem þessi er viðhafður. Markmiðið er sagt vera að búa þjóðina undir árás eða aðrar hörmungar.
 
Vitnað er í talsmann innanríkisráðuneytisins sem segir að samkvæmt áætlun, sem búið er að setja saman, verði öllum borgurum skylt að eiga matarbirgðir til 10 daga og drykkjarvatn sem nemi tveim lítrum á mann á dag. Er þetta  tekið upp úr varnaráætlun upp á 69 síður sem byrjað var að vinna að 2012. 
Fleiri miðlar hafa fjallað um málið og á vefsíðu All News Pipeline segir að eitthvað mikið sé í uppsiglingu. Ríkisstjórnir víða um heim séu farnar að undirbúa íbúa sína undir árás eða aðrar hörmungar. 
Fréttastofa Reuters vitnar til orða þýska varnamálaráðherrans í síðasta mánuði. Þá sagði hann að landið lægi á krossgötum hryðjuverka. Þrýsti hann á áætlun um að herða þjálfun hersins og auka samvinnu við lögreglu landsins.
 
Þá hefur einnig verið vísað í varnaðarorð Baracks Obama Bandaríkjafoseta til almennings; „Be prepared for disaster.“
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f