Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðlendumál á Austfjörðum
Fréttir 3. febrúar 2022

Þjóðlendumál á Austfjörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á Austfjörðum, á svæði sem er við málsmeðferð nefndarinnar auðkennt sem svæði 11.

Nánari upplýsingar um kröfurnar, m.a. nákvæmari kort, er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur ríkisins, í samræmi við ákvæði laga nr. 58/1998, til að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta svo að þeir geti látið sig málin varða og eftir atvikum lýst kröfum á móti.

Þeir sem telja til eignarréttinda á landsvæðum sem falla innan þjóðlendukröfusvæða íslenska ríkisins hafa nú frest til 6. maí 2022 til að lýsa kröfum fyrir óbyggðanefnd. Að því búnu verða heildarkröfur kynntar og óbyggðanefnd rannsakar málin sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu umræddra svæða úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.

Nánari upplýsingar um málsmeðferð má finna á vefsíðu óbyggðanefndar:

Óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 í þeim tilgangi að rannsakað yrði hvaða svæði á landinu væru utan eignarlanda og þau yrðu úrskurðuð þjóðlendur. Hlutverk nefndarinnar er þríþætt samkvæmt þjóðlendulögum, nr. 58/1998, en samkvæmt lögunum skiptist allt land í annars vegar eignarlönd og hins vegar þjóðlendur:

  1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
  2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
  3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

Við málsmeðferð óbyggðanefndar hefur landinu verið skipt í sautján svæði. Nefndin hefur lokið umfjöllun um fjórtán þeirra en málsmeðferð á tveimur svæðum stendur nú yfir, þ.e. í Ísafjarðarsýslum og á Austfjörðum. Umfjöllun um sautjánda svæðið, þ.e. eyjar og sker umhverfis landið, er ekki hafin.

Enn fremur hefur verið sett sérstök óbyggðanefnd til að annast málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, sbr. upplýsingar á: https://obyggdanefnd.is/serstok/

Yfirlitskort um stöðu þjóðlendumála, úrskurði sem fallið hafa og ýmsar fleiri upplýsingar í tengslum við þá má finna á vefsíðu nefndarinnar: https://obyggdanefnd.is/urskurdir/

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...