Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Þjóðin vill halda sínum landbúnaði
Lesendarýni 2. desember 2014

Þjóðin vill halda sínum landbúnaði

Höfundur: Jón Bjarnason

Evrópusambandið býður umsóknarríki aðeins  tímabundna  aðlögun að lögum og regluverki sambandsins. Sumir kalla það sérlausnir. 

Jón Bjarnason

Umsóknarríkið sækir um á forsendum ESB og heitir því að gangast undir og samþykkja sáttmála, vinnureglur og lagaverk sambandsins:  „Að umsóknarríkið geti og vilji samþykkja og innleiða regluverk ESB og grundvallarmarkmið sambandsins í stjórnmálum og efnahagsmálum“.  Í kjölfar umsókna  Austur-Evrópuríkjanna var hert mjög á skilyrðum í aðildarvinnunni og í ferlinu: „nú urðu ríkin m.a. að aðlaga stjórnsýslu sína til að tryggja innleiðingu á réttarreglum bandalagsins“.

Þær breytingar á aðildarferlinu sem urðu með umsókn Mið- og Austur-Evrópuríkjanna gáfu Evrópusambandinu yfirhöndina í aðildarviðræðum. Ríkjunum er ekki eingöngu gert að samþykkja löggjöf sambandsins á fyrstu stigum  „heldur einnig að laga sig að stefnu sambandsins  og hrinda löggjöf þess  í framkvæmd fyrir gerð aðildasamnings og gildistöku hans“.Úr skýrslu Hagfrst.)
Til þess að framfylgja þessari breyttu stefnu sinni tók Evrópusambandið sér einhliða vald til að setja opnunar- og lokunarskilyrði á hvern samningskafla. Þetta hafði m.a. í för með sér að væru þessi opnunarskilyrði ekki uppfyllt við lok rýnivinnu í uphafi samninga getur Evrópusambandið einhliða neitað að opna á viðræður um kaflann. Þessu var m.a. beitt á Íslendinga í landbúnaðar- og dreifbýlisköflunum.

Ábyrgð og skylda fagráðherrans

Rétt er að benda á að hver fagráðherra fer með samninga og ber efnislega ábyrgð á málaflokkum sem heyra undir hans ráðuneyti í samræmi við samþykktir Alþingis.

Ég sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra bar því efnislega ábyrgð á samningunum gagnvart Alþingi og framvindu þeirrar vinnu. Lagaumgjörðin um atvinnugreinar í landbúnaði eru því með gjörólíkum hætti á Íslandi annars vegar og ESB-löndum hins vegar. Um það var enginn ágreiningur milli Íslands og ESB. Á Íslandi leggjum við áherslu á fæðuöryggi og framleiðslustöðugleika, byggðamál og innlendan matvælaiðnað í einstaka greinum.

ESB opinberar kröfur sínar um aðlögun

Í lok rýnivinnunnar um landbúnað  sem lauk í janúar 2011 setti samninganefnd ESB fram skriflega kröfu og fyrirspurn um:
„Hvenær og hvernig ætlar Ísland að aðlaga sinn lagaramma hvað varðar lögbært stjórnvald, forsendur faggildingar, stofnun greiðslustofu, tilnefningu vottunaraðila?“

En þetta eru allt  grunnatriði í  skipulagi landbúnaðarmála í ESB- löndum.

Ég  sem ráðherra  svaraði þessari fyrirspurn og kröfu  á eftirfarandi hátt:
„Stefna íslenskra stjórnvalda er skýr um að ekki verði ráðist í neina aðlögun að regluverki ESB fyrr en að staðfestur samningur um aðild liggur fyrir. Auk þess er það álit stjórnvalda að vegna smæðar landsins sé óþarft að setja á fót allt það stofnanakerfi á Íslandi ef til aðildar kæmi, sem kynnt hefur verið sem nauðsynlegt til að framkvæma hina almennu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Um það þurfi að semja milli aðila þegar að samningum kemur.

Af áðurnefndum ástæðum mun Ísland ekki hefja undirbúning að skipulags- og lagabreytingum né aðlaga sinn lagaramma fyrr en að lokinni samningagerð, takist samningar um aðild og fullgildingu  aðildarsamnings að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og samþykkt hans af samningsaðilum á formlegan hátt.“

Þessi yfirlýsing, sem var í algjöru samræmi við fyrirvara Alþingis,  fylgdi með af ráðuneytisins hálfu við lokaskil rýniskýrslunnar í ársbyrjun 2011 og þykir mér rétt að hún sé birt hér.

ESB neitar að opna á viðræður um landbúnað

Þetta skýra og skorinorða svar mitt og höfnun á  kröfu Evrópusambandsins um fyrirfram aðlögun varð til þess að framkvæmdastjórnin setti opnunarskilyrði á samningskaflann í nóv. 2011 og neitaði að hefja viðræður fyrr en lögð hefði verið fram „viðunandi“ aðgerðaráætlun um breytingar á íslenskum lögum og uppbyggingu nýs stofnanakerfis sem væri í samræmi við það sem gilti í ESB-löndum.

Ég hafði áður gert „varnarlínur“ Bændasamtaka Íslands að grunnskilyrðum mínum sem ráðherra í samningaviðræðunum. Eru þær  einnig  viðmið í greinargerð utanríkismálanefndar með þingsályktunartillögunni. Hafði ég tilkynnt Bændasamtökunum það skriflega. En á þeim forsendum sem ég kynnti höfðu Bændasamtökin tekið þátt í vinnunni við landbúnaðarkaflann. Samningamenn þeirra héldu síðan fast í þær forsendur enda voru þær í samræmi við þá fyrirvara, eða  „rauðu strik“ Alþingis. 

Umsóknarferlið í landbúnaði varð stopp í nóv. 2011

Umbylting á  markmiðum, grunngerð  og stjórnsýslu íslensks landbúnaðar er stórpólitískt mál og um það var grundvallar ágreiningur við ESB.  Óljós tilvitnun í töluð orð  og loðinn texta embættismanna ESB er að mínu mati ekki mikils virði. Mín reynsla sem ráðherra var sú að hafa bæri allt skriflegt og skorinort sem þar færi á milli ef ætti að vera mark takandi á.

Ferli  þessarar  umsóknar sem send var  ásamt fyrirvörum Alþingis er efnislega og pólitískt algjörlega stopp af beggja hálfu og getur ekki farið óbreytt af stað aftur. Þessa umsókn á því að afturkalla formlega.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...