Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Mynd / Heimir Hoffritz
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sigrún Pétursdóttir

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ár, minnisvarði þess er kirkjugestir mættu prúðbúnir til messu.

Íslendingar fyrr á tímum unnu langa og stranga vinnudaga sem gekk oft nærri, bæði til líkama og sálar. Sunnudaginn var þó reynt að halda heilagan, en þá klæddist fólk upp á og hélt til messu. Margir áttu til þess tilefnis peysuföt, upphlut eða ullarbuxur og treyju, fatnað sem oft gekk í arf, en þjóðbúninga var gætt vandlega með það í hug að hægt væri að nýta frá kynslóð til kynslóðar.

Fyrsta sunnudaginn í október verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi og kaffi á eftir. Sér kirkjan um veigar en eru gestir beðnir um að taka með sér bakkelsi sem hægt er að deila með öðrum. Mun sr. Guðbjörg Arnardóttir leiða messuna, organisti verður Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur. Fer messan fram klukkan 14 og fólk hvatt til að mæta í íslenskum þjóðbúningum.

Skylt efni: þjóðbúningar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...