Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. september.

Þetta er í annað sinn sem slík ráðstefna fer fram hér á landi. Þörungarækt er í hraðfara vexti í heiminum. Markmið Arctic Algae er að skapa aukna umræðu um þörungastarfsemi og tengja saman fólk úr geiranum til þess að kynnast og læra hvað af öðru.

Á ráðstefnunni verður fjallað um hagræn- og umhverfisáhrif tengd smá- og stórþörungastarfsemi. Ræktun og fullvinnsla smáþörungaafurða er í mikilli sókn og hér á landi hefur byggst upp þörungavinnsla á heimsvísu. Talið er að engin matvælaframleiðsla úr hafinu hafi vaxið jafnhratt á síðustu áratugum og ræktun og fullvinnsla þörunga.

Arctic Algae fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún og er stýrt af Rækt nýsköpunarmiðstöð lagareldis með Samtökum þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Auk ráðherra matvæla og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, innlendra aðila og framkvæmdastjóra World Wildlife Fund, taka þátt fulltrúar stærstu félaga í Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum í stórþörungaræktun og fullframleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...