Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Í deiglunni 17. október 2017

Þetta verður árleg ferð hjá okkur

Höfundur: Gunnar Bender
Sjóbirtingsveiðin  er flott þessa dagana og veiðimenn eru að fá fína veiði. Fiskurinn er vænn og það virðist vera mikið af honum víða. Ómar Smári Óttarsson var að koma úr veiði við Kirkjubæjarklaustur. Gefum honum orðið.
 
„Við fórum nokkrir félagar í Tungulæk og gekk nú bara frekar vel, náðum að landa í kringum 50 fiskum og misstum eitthvað svipað. En maður þurfti nú heldur betur að vinna fyrir því samt. Við vorum að kasta á Breiðuna fullt af fiski, örugglega í kringum þúsund fiska, en þeir voru bara ekki í miklu tökustuði.  Þeir voru þó að sýna sig mikið á svæðinu. 
 
Þær flugur sem virkuðu á þá voru þurrflugur, „hitce“ og litlir „stremerar“ eins og „sunrey, black ghost“ og „Flæðarmúsin“.  Þá vorum við að vinna með þunga „stremera“ og sökkutaum. 
 
Það komu fjórir risar á land, stærsti 88 sentímetrar og 52 sm í ummál.  Svo komu tveir 83 cm alveg nákvæmlega jafn stórir, en mjög ólíkir á litinn. Síðan kom einn silfraður og flottur í kringum 80 og eitthvað cm. Meðalstærðin var býsna góð, í kringum 60–70 cm og feitir og sterkir.
 
Eins og ég sagði, þá var þetta ekki gefin veiði. Við þurftum að vinna vel fyrir þessu og myndi ég segja að við hefðum verið grjótharðir, því það var hræðilegt veður. Engu að síður  var þetta rosalega skemmtileg ferð og ætlum við að hafa þetta árlegt,“ sagði Ómar enn fremur.

Skylt efni: Tungulækur | sjóbirtingur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f