Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þekkingargullkorn fyrir ræktendur
Fréttir 2. júní 2025

Þekkingargullkorn fyrir ræktendur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur gefið út nýjan leiðarvísi fyrir kornbændur sem ber heitið Gullkorn og miðar einkum þekkingu um ræktun vorbyggs.

Út er kominn leiðarvísirinn Gullbygg, ætlaður kornræktendum á Íslandi. Leiðarvísirinn er hluti samnings atvinnuvegaráðuneytisins og LbhÍ um sérhæfða ráðgjöf og þróunarvinnu í landbúnaði og er afrakstur margra ára rannsókna og reynslu af kornrækt. Honum er ætlað að styðja við sjálfbæra og hagkvæma kornrækt á Íslandi.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) gefur út. Ritstjóri og höfundur meginhluta efnisins er Þóroddur Sveinsson, meðhöfundar að fjórum köflum eru þeir Haukur Þórðarson og Jóhannes Kristjánsson.

Leiðarvísirinn er fyrst og fremst miðaður að ræktun vorbyggs við íslenskar aðstæður en ætti, að sögn Þórodds, einnig að gagnast að stórum hluta fyrir aðrar korntegundir eins og hafra, hveiti eða rúg.

„Gullkorn byggir á samantekinni þekkingu úr íslenskum og erlendum rannsóknum og veitir hagnýtar leiðbeiningar um allt frá vali á yrkjum og jarðvinnslu til áburðargjafar, kornskurðar og lífrænnar kornræktar,“ segir hann. Einnig sé fjallað um áhrif veðurfars, jarðvegsgerða og næringarefnaskorts á uppskeru og kornþroska.

Í rafrænu útgáfu ritsins er hægt að opna hvern kafla fyrir sig og í sumum þeirra eru tenglar á myndbönd sem voru sérstaklega gerð fyrir leiðarvísinn ásamt myndböndum sem búfræðinemar við LbhÍ gerðu sem hluta af námi sínu. Alls eru myndböndin níu og stýrði Kristín Ólafsdóttir búfræðinemi mynd- og hljóðvinnslu þeirra.

Útgáfan er tileinkuð Jónatan Hermannssyni, brautryðjanda í kornrannsóknum á Íslandi. Ritið er opið og til afnota fyrir alla.

Skylt efni: kornrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...