Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þeir hreinu tónar
Líf og starf 4. janúar 2022

Þeir hreinu tónar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hver er sagan að baki ungs drengs sem vex upp í Vestmannaeyjum, eitt margra barna fátækra foreldra, sker sig úr hópnum, gerist tónskáld og verður einn af vinsælustu dægurlagahöfundum landsins?

Í Þeir hreinu tónar er dregur Kristín Ástgersdóttir upp mynd af lífi og ævistarfi Oddgeirs Kristjánssonar, sem í gegnum brotsjó 20. aldarinnar, sóttir og styrjaldir samdi mörg sinna ljúfustu laga.

Oddgeir lifði á öfgatímum 20. aldarinnar, með tilheyrandi farsóttum, kreppum og heimsstyrjöldum. Þrátt fyrir erfiða tíð gleymdi fólkið í Eyjum ekki að skemmta sér, þegar djassinn dunaði, vísurnar flugu og lög urðu til.

Oddgeir var mikill hugsjónamaður og barðist fyrir réttlátu samfélagi þó svo að tónlistin væri alltaf hans ær og kýr. Hann starfaði sem tónlistarkennari, stjórnaði lúðrasveitum og samdi tónlist fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.

Meðal af vinsælli lögum hans eru Bjartar vonir vakna, Ágústnótt, Heima og síðast en ekki síst Ég veit þú kemur, sem er ein skærasta perla íslenskrar dægurtónlistar fyrr og síðar.

Í bókinni er fjöldi ljósmundi sem tengjast ævi og starfi Oddgeirs. Útgefandi er bókaútgáfa Sögur.

Skylt efni: Einar Oddgeirsson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f