Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margir um borð í Esjunni voru fegnir að sjá að herskipin í Reykjavíkurhöfn voru bresk en ekki þýsk. Mynd / úr bókinni Þegar heimurinn lokaðist.
Margir um borð í Esjunni voru fegnir að sjá að herskipin í Reykjavíkurhöfn voru bresk en ekki þýsk. Mynd / úr bókinni Þegar heimurinn lokaðist.
Líf og starf 12. nóvember 2020

Þegar heimurinn lokaðist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið er 1940 og heimurinn er vígvöllur. Ferðir milli Íslands og Evrópu hafa lagst af vegna styrjaldarinnar. Víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að komast heim.

Í bókinni Þegar heimurinn lokast segir sagnfræðingurinn Davíð Logi Sigurðarson á lifandi og fræðandi hátt um aðdraganda þess að íslenskir embættismenn eftir margra mánaða þrotlausa fá Þjóðverja og Bretar til að samþykkja að Íslendingar megi senda Esjuna, stærsta skip þjóðarinnar á þeim tíma, til að sækja Íslendinga sem voru strandaglópar í Evrópu í einni ferð.

Þegar heimurinn lokaðist er sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust.

Margir Petsamo-faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum mannlífsins á komandi áratugum.

Bókin er prýdd tugum ein­stakra ljósmynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður. Útgefandi er Sögur útgáfa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...