Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Höfundur: smh

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samstarfi við Matvælastofnun og Landssamtök sauðfjárbænda. Nú liggur fyrir að 35 sauðfjárbýli taka þátt í verkefninu sem eru staðsett víðsvegar um landið.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðustu mánuði. Markmiðið er að kanna hvort skapa megi grundvölll til að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðlað að bættri afkomu sauðfjárbænda, en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð

Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi, hefur verið ráðin til að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.

Heilbrigðisskoðun með fjarfundarbúnaði

Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir sjá um heimaslátrunina heima á bæjum en heilbrigðisskoðun verður í höndum dýralækna Matvælastofnunar með tvenns konar hætti; annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum.

Bændur munu mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurðir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum.

Skylt efni: heimaslátrun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...