Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveinn Steinarsson, fráfarandi formaður Deildar hrossabænda, mun ekki sitja auðum höndum að búgreinaþingi loknu.
Sveinn Steinarsson, fráfarandi formaður Deildar hrossabænda, mun ekki sitja auðum höndum að búgreinaþingi loknu.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 9. febrúar 2023

Þátttakan mikilvæg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveinn Steinarsson, bóndi á Litla-landi í Ölfusi, mun hætta sem formaður deildar hrossabænda hjá Bændasamtökum Íslands eftir áratuga langa setu.

Hann segir tíma sinn við stjórn Félags hrossabænda (sem síðar varð Deild hrossabænda) hafa verið viðburðaríkan. „Óneitanlega er gaman að rifja upp tímamótapunkta síðustu ára.

Má þar nefna uppfærslu dómaleiðarans, sumarexemsverkefni, landssýningar og landsmótin. Samhliða því hafa orðið miklar framfarir í greininni, hrossin eru sífellt að verða betri og jafnari,“ segir Sveinn. Þá nefnir hann markaðsverkefnið Horses of Iceland. „Þegar við fórum í þá vegferð hafði markaðsstarf á íslenska hestinum ekki verið stundað með markvissum hætti. Þarna komu saman í eitt lið hagsmunaaðilar, s.s. við hrossabændur, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamn- ingamanna, Feif, aðilar frá ferðaþjónustunni og fjölmargir aðrir, sem settu sér langtímamarkmið og fjármögnuðu verkefnið sem hófst 2015 og er samningsbundið til ársloka 2025. Það er alls ekki sjálfgefið að verkefnið hafi farið af stað og eldist svona vel.“

Hann segir að árangur verkefnisins endurspeglist m.a. í meiri sölu reiðhrossa úr landi og aukinni ásókn ferðamanna hér á landi í hestaferðir. „Verkefnið er einnig okkar helsti samnefnari þegar við kynnum hestinn erlendis og á samfélagsmiðlum verkefnisins getum við komið okkar áherslum að á hverjum tíma,“ segir Sveinn.

Aðkoma hrossabænda að búvörusamningum

Lausnir við tíðni sumarexems í útfluttum hrossum er eitt af stórum hagsmunamálum Deildar hrossabænda.

„Síðasta áratug hefur farið mikil vinna og fjármagn í víðtækar rannsóknir á mögulegri forvörn gegn ofnæminu enda mikið velferðarmál fyrir hestinn erlendis að það takist að finna úrræði sem dugir gegn exeminu. Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli Félags hrossabænda að það náðist að útvega hross í samanburðarrannsókn á mögulegu mótefni. Fyrsta formlega kynning á niðurstöðum hennar verður á búgreinaþinginu,“ segir Sveinn.

Hann segir að stærsta mál hrossabænda á þinginu verði umræður um raunverulega og beina aðkomu þeirra að búvörusamningum. „Við munum taka okkur tíma til að ræða það og kynna hugmyndir okkar. Vonandi fæðast úr þeim umræðum frekari hugmyndir og þá ályktun.“

Hvetur til framboða

Milli 400-500 bændur eru skráðir í Deild hrossabænda og geta allir fullgildir meðlimir boðið sig fram í stjórn félagsins. Sveinn hvetur þá sem vilja láta sig málefni íslenskra hesta varða að gefa kost á sér.

„Stærsta áskorun nýrrar stjórnar er að efla félagsstarfið og ná betur til félaganna. Félagskerfið hefur gengið í gegnum meiri breytingar en mönnum hafði órað fyrir þegar ákveðið var að leggja af búnaðargjaldið. Það er mikilvægt að fólk sem hefur hagsmuni taki þátt í félagsstarfinu, það er alltof ódýrt að sitja bara hjá og gagnrýna.“

Sveinn mun ekki sitja auðum höndum þrátt fyrir að hann víki nú úr formannsstólnum. „Ég hef miklu meira en nóg að gera í mínu fyrirtæki,“ segir Sveinn en hann rekur ásamt konu sinni iðnaðar- og þjónustufyrirtækið Svamp ehf. auk þess að vera með 40 hross að Litlalandi í Ölfusi.

„Ég vil þakka stjónarfólki mínu fyrir samstarfið gegnum árin sem og þeim fjölmörgu sem ég hef kynnst og starfað með að hagsmunum hrossabænda á sinni vakt.“

Nýr formaður Deildar hrossabænda verður kosinn á búgreinaþingi þann 22. febrúar næstkomandi og hefur venjan hefur verið sú að formaður búgreinadeildarinnar er jafnframt formaður fagráðs í hrossarækt. Síðasti skráningardagur á búgreinaþingið er þann 15. febrúar næstkomandi. Allir fullgildir félagar í Deild hrossabænda eru gjaldgengir á fundinn.

Skylt efni: Búgreinaþing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...