Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Blikur eru á lofti í loftslagsáætlun Íslands og þykir Loftslagsráði nýuppfærð áætlun ófullnægjandi.
Blikur eru á lofti í loftslagsáætlun Íslands og þykir Loftslagsráði nýuppfærð áætlun ófullnægjandi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða og telur nýuppfærða Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ófullnægjandi.

Loftslagsráð birti álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í öndverðum nóvembermánuði. Niðurstaða Loftslagsráðs er sú að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða. „Þrátt fyrir endurskoðun er aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ómarkviss. Skerpa þarf heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkisfjármálum. Framkvæmd áætlunarinnar er ekki áfangaskipt með skýrum hætti, ábyrgð er oft óljós og margar aðgerðir ófjármagnaðar. Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna. Fjöldi aðgerða sem beinast að stórum uppsprettum losunar, svo sem frá sjávarútvegi og landbúnaði, eru enn óútfærðar sex árum eftir að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var kynnt,“ segir í álitinu.

Þegar sjáanleg áhrif á Íslandi

Segir Loftslagsráð að stefni í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu valdi hafi þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni.

Mikið sé í húfi fyrir Ísland að samstarf ríkja í baráttunni við loftslagsvandann skili árangri hratt og örugglega. „Eins og nýleg skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar staðfestir þá eru þegar komin fram umtalsverð áhrif á náttúru Íslands, atvinnuvegi, uppbyggða innviði og efnahag. Afleiðingar loftslagsvár utan landsteinanna munu ekki síður hafa mikil efnahags- og samfélagsleg áhrif hér heima,“ segir enn fremur í álitinu.

Alvarleg mistök

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson, hefur sagt framkvæmd loftslagsaðgerða afar veika hérlendis og nefnt sem dæmi að viðsnúningur stjórnvalda í hvatakerfum hreinorkubíla á síðasti ári hafi verið alvarleg mistök sem sendi kolröng skilaboð til fólks.

Loftslagsráð fjallar skv. lagaskyldu um uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og birti álit sitt 8. nóvember sl.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...