Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín Jakobsdóttir segir skýrar upprunamerkingar geta auðveldað upplýsta ákvörðun þegar keyptar eru matvörur.
Katrín Jakobsdóttir segir skýrar upprunamerkingar geta auðveldað upplýsta ákvörðun þegar keyptar eru matvörur.
Mynd / ál
Fréttir 25. mars 2024

Þarft að fara í saumana á styrkjakerfinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sagði á setningu Búnaðarþings að stjórnvöld og bændur eigi að þora að ræða breytingar á styrkjakerfi landbúnaðarins.

Markmiðin eigi að vera skýr, en þau séu að tryggja betur afkomu bænda og viðnámsþrótt íslensks samfélags með auknu fæðu- og matvælaöryggi. Þegar núgildandi búvörusamningar renni út árið 2027 þurfi allir að vera tilbúnir til að takast á við þau úrlausnarefni sem samfélagið standi frammi fyrir.

Bændur forsenda fæðuöryggis

„Ein stærsta áskorunin er að tryggja afkomu bænda, sem er í raun og veru mjög mikilvægur hluti af því að tryggja efnahagslegan og samfélagslegan stöðuleika. Það verður ekkert fæðuöryggi á Íslandi ef afkoma og starfsaðstæður bænda þróast í allt öðrum veruleika en samfélagið í heild.“

Á meðan aðrar stéttir séu búnar að semja um kjarabætur og styttingu vinnuvikunnar sitji bændur eftir með langan vinnudag og mikið álag. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að streita og þunglyndi sé algengari meðal bænda en annarra á vinnumarkaði.

Því sé rétt að spyrja hvort núverandi stuðningskerfi sé að sinna hlutverki sínu með fullnægjandi hætti eða hvort aðrar nálganir væru árangursríkari.

Hefur trú á neytendum

Katrín segist hafa mikla trú á íslenskum neytendum og að þeir vilji standa með innlendum landbúnaði. Því þurfi að gera það einfalt fyrir neytendur að taka upplýstar ákvarðanir, en nú sé oft erfitt að átta sig á uppruna matvæla. „Það eru engar fánamerkingar þegar ég ætla að kaupa mér lambakjöt,“ segir Katrín. Hún gæti óafvitandi keypt erlent kjöt því það sé merkt með smáu letri og sé hvað innan um annað.

„Ef við treystum því að almenningur á Íslandi vilji standa með innlendri framleiðslu þá þurfum við líka að hjálpa þeim sama almenningi að velja innlenda framleiðslu. Það erum við ekki að gera núna.“ Katrín nefnir í þessu samhengi upprunamerkinguna Íslenskt staðfest sem hafi verið sett á laggirnar að norrænni fyrirmynd.

Á Norðurlöndunum hafi sambærilegar merkingar skilað sér í hærra afurðaverði fyrir innlenda framleiðslu en almennt í öðrum löndum Evrópusambandsins. Samt sem áður fái neytendur sjaldan að sjá Íslenskt staðfest þar sem afurðastöðvar beri því við að það kosti of mikið. Katrín segir það ekki sannfærandi rök.

Forsætisráðherra hvatti þátttakendur á Búnaðarþingi til að láta í sér heyra varðandi merkingar matvæla, því dæmin sanni erlendis frá að þær geti haft mun meiri áhrif en margar aðrar aðgerðir af hálfu stjórnvalda.

Skylt efni: Búnaðarþing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f