Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Thulitt frá Lom hefur einstaklega fallegan rauðbleikan lit.
Thulitt frá Lom hefur einstaklega fallegan rauðbleikan lit.
Mynd / ehg
Á faglegum nótum 23. janúar 2018

Þar sem fortíðin er falin í berginu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Steinagarðurinn í Rosendal í Harðangursfirði í Noregi hefur að geyma margar perlur bergtegunda sem eru innan þjóðgarðsins Folgefonna. Búið er að slípa bergtegundirnar til sem gerir þær að sannkölluðu augnakonfekti fyrir gesti sem ganga þar um því litbrigðin og mynstrin sem björgin hafa að geyma minna á sögu svæðisins og jarðarinnar.
 
Þannig er ekki eingöngu að sjá hinar ólíku bergtegundir í garðinum heldur eru ýmsir steinaskúlptúrar, fígúrur og saga jarðarinnar á 23 metra löngum póleruðum granítvegg sem lýsa vel jarðfræðilegri og líffræðilegri þróun jarðarinnar yfir 4.600 milljónir ára sem meitlað er í vegginn. Margir sem heimsækja garðinn velta fyrir sér hvernig hinar mismunandi bergtegundir hafi orðið til og hversu gamlar þær eru og eru upplýsingarnar á granítveggnum með mörg svör við þeim spurningum. 
 
Það er samhengi milli berggrunnsins, loftslagsins hátt uppi í fjöllunum þar sem bergtegundirnar er að finna og lífsins sem þróast á svæðinu. Í steinagarðinum er einnig að finna um 130 mismunandi plöntutegundir, þar á meðal nokkrar háfjallaplöntur. Það eru miklir kraftar sem hafa skapað bergtegundirnar og er von forsvarsmanna garðsins að það sé einn af þeim þáttum sem fólk fræðist um og geri sér betur grein fyrir eftir heimsókn þangað. Oft er litið á steina og björg sem grá og leiðinleg en ef litið er gaumgæfilega kemst fólk að því að steinar samanstanda af kristöllum og mismunandi litum og stærðum. Þetta kallast steinefni sem binda steininn saman en samsetning steinefnanna ráða litum steinanna. 
 
Garðurinn er unninn í samvinnu við jarðfræðingana Johan Naterstad, Øystein J. Jansen, Torgeir Garmo og Haakon Fossen, myndhöggvarann Bård Breivik og bergbrotsmennina Rolf Karlsen og Torkjell Nerhus.

10 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...