Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fljótsdalshérað sýndi Gulleyjuna.
Fljótsdalshérað sýndi Gulleyjuna.
Áhugaleikhús 23. janúar 2023

Þar sem allir eru velkomnir og geta lagt hönd á plóg

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú í byrjun árs eru allar horfur á góðu leikári og þeir hvattir til að hafa samband við leikhúsin sem áhuga hafa á að vera með.

Áætlaður æfinga- og vinnslutími sýninga er um 6–8 vikur og auk þess að spreyta sig á sviðinu má aðstoða við uppsetningu leikmynda, ljósa eða hljóðhönnun svo eitthvað sé nefnt.

Áhugaleikhús má finna víða um land, allt frá höfuðborgarsvæðinu til Hornafjarðar – en samkvæmt vefsíðu BÍL, Bandalags íslenskra leikfélaga, eru aðildarfélögin eftirfarandi:

Freyvangsleikhúsið Eyjafirði, Halaleikhópurinn Reykjavík, Hugleikur Reykjavík, Leikdeild UMF. Gnúpverja, Leikfélag A-Eyfellinga, Leikfélag Blönduóss, Leikfélag Dalvíkur, Leikfélag Fjallabyggðar, Leikfélag Flateyrar, Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag Hafnafjarðar, Leikfélag Hofsóss, Leikfélag Hólmavíkur, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Hornafjarðar, Leikfélag Húsavíkur, Leikfélag Hveragerðis, Leikfélag Keflavíkur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Norðfjarðar, Leikfélag Ölfuss, leikfélag Rangæinga, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Selfoss, Leikfélag Seyðisfjarðar, Leikfélag Sólheima, Leikfélag Vestmannaeyja, Leikfélagið Borg, Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi, Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Akranesi, Leikfélagið Sýnir sem starfar á landsvísu, Leikflokkur Húnaþings vestra, Leikhópurinn Lopi á Suðurlandi, Litli Leikklúbburinn Ísafirði, Stúdentaleikhúsið Reykjavík, Umf. Biskupstungna Leikdeild Bláskógabyggð, Umf. Dagrenning Leikdeild Lundarreykjadal, Umf. Efling Suður-Þingeyjarsýslu, Umf. Íslendingur Leikdeild Skorradalshreppi, Umf. Reykdæla Logalandi og Umf. Skallagrímur Leikdeild.

Á síðasta ári bættist svo m.a. við leikfélagið Lauga á Snæfellsbæ, endurreist á stoðum Leikfélags Ólafsvíkur, en nafngiftin Lauga var til heiðurs Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur heitinni, formanni Leikfélags Ólafsvíkur til margra ára.

Í þjónustumiðstöð BÍL, sem staðsett er á Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík, er að finna stærsta leikritasafn landsins fyrir þá er hyggjast setja upp leikrit. Starfsfólk miðstöðvarinnar aðstoðar svo við útvegun sýningarleyfa og sér um innheimtu höfundargreiðslna auk þess að veita aðra ráðgjöf.

Síminn hjá BÍL er 551-6974 og lista yfir leikstjóra má svo finna á vefsíðunni www.leiklist.is undir flipanum þjónusta og um að gera að kynna sér feril þeirra og fjölbreytileika.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...