Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr
Fréttir 6. júní 2018

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt verkefni hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Í rannsókninni verða áhrif þanggjafar á nyt kúa og innihald mjólkur skoðuð. Þegar fóðurtilraun hefst verður fylgst með nyt og innihaldsefnum mjólkur til samanburðar við mælingar sem voru gerðar áður en þangmjöl var gefið.

Verkefnið er unnið í samstarfi Matís og tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og þangið kemur frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

Verkefnastjóri er Ásta Heiðrún Pétursdóttir, auk hennar frá Matís koma Helga Gunnlaugsdóttir og starfsmenn efnamælinga að verkefninu

Verkefnið hófst 1. Mars sl. og því lýkur 31. desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | Kýr | þang

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...