Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þakklátir að Íslendingar nenna á tónleika með okkur
Líf og starf 21. júlí 2021

Þakklátir að Íslendingar nenna á tónleika með okkur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við erum afskaplega þakklátir Íslendingum fyrir að nenna að koma á tónleika með okkur,“ segir Jógvan Hansen sem ásamt félaga sínum, Friðriki Ómari Hjörleifssyni hafa verið á flakki um landið síðustu vikur. Yfirskrift tónleikaferðar þeirra er Sveitalíf ll, en í fyrra hófu þeir ferðalag um landið með yfirskriftinni Sveitalíf sem uppsveifla Kórónuveirunnar á miðju sumri batt enda á.

„Við gefumst aldrei upp, erum ævintýramenn og höfum gaman af þessu svo við ákváðum að reyna aftur núna í sumar. Það hefur gengið glimrandi vel,“ segir Jógvan. Alls verða tónleikarnir í sumar 27 talsins, en 7 eru eftir, hér og hvar á Snæfellsnesi og Vesturlandi en sá síðasti er í gamla heimabæ Friðriks Ómars, Dalvík.

Eiga samleið með fólki á litlu stöðunum

„Við settum túrinn þannig upp að við heimsækjum lítil byggðalög, leigum félagsheimili hingað og þangað en flest utan alfararleiðar. Við eigum báðir rætur í litlum þorpum, í sannkölluðu dreifbýli og finnum mikinn samhljóm með fólki á þeim stöðum,“ segir Jógvan. Viðtökur hafa verið góðar og gestir þakklátir fyrir skemmtunina, en hann segir að efnisskráin byggist upp á gömlu góðu lögunum sem flestir þekkja í bland við nýrri og þeirra eigin lög. Þeir spjalli gjarnan á léttu nótunum á milli laga, „allar sögurnar sem við segjum er sannar, en vera má að á stöku stað ýkjum við örlítið, svona upp á skemmtanagildið.“

Jógvan Hansen og Friðrik Ómar Hjörleifsson. 

Bolirnir seljast eins og heitar vöfflur

Jógvan fékk þá snilldarhugmynd að láta prenta á boli fyrir ferðina og selja landsmönnum að loknum tónleikum. Friðrik Ómar var ekki eins hrifinn af hugmyndinni en niðurstaðan var að prófa frekar pent með 100 boli í farteskinu. Skemmst er frá því að segja að lagerinn seldist upp á augabragði. Þá voru pantaðir 800 bolir til viðbótar og gengur salan sérlega vel. Á bolunum stendur; Ég er sveitalubbi.  „Þessi bolir hafa selst eins og heitar vöfflur,“ segir hann. „Áletrunin held ég að höfði til Íslendinga sem flestir hverjir geta rakið ættir sínar inn til einhverra dala.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...