Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Toyota Avensis 1,8 með bensínvél. Í baksýn er Hjálparfoss.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 10. október 2016

Þægilegur og rúmgóður fjölskyldubíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrstu helgina í september var Toyota með stóra haustssýningu á bílum með ýmsum hausttilboðum. Að lokinni sýningunni fékk ég til prófunar Toyota Avensis-skutbíl. 
 
Hugmyndin var að taka stuttan prufuakstur á bílnum, en það var svo gott að keyra bílinn að stutti prufuaksturinn endaði í tæpum 300 km.
 
Hljóðlátasti bensínbíll sem ég hef keyrt
 
Eftir að hafa sett bílinn í gang varð ég að líta á snúningshraðamælinn til að sjá hvort vélin væri í gangi, svo lágvær var vélin. 
 
Þegar ég skoðaði þetta betur sá ég að vélarrýmið var vel hljóðeinangrað og ekki bara vélarrýmið sem var svona vel hljóðeinangrað því að í akstri heyrðist nánast ekkert veghljóð. Undirvagninn er líka hljóðeinangraður, jafnvel á malarvegi heyrist nánast ekkert steinahljóð. Aðeins einu sinni heyrði ég í vélinni í akstri, en það var þegar ég var með skiptinguna stillta á SPORT og var að finna snerpuna í bílnum að ég heyrði í vélinni í akstri.
 
Sætin afar þægileg í langkeyrslu
 
Bílstjórasætið er sérstaklega gott og varð ég hrifinn af hönnun og lögun sætisins þar sem sætið hélt vel við bakið á mér, en að setjast í þetta sæti minnti mig á þegar ég settist í keppnissæti á rallýbíl fyrir nokkrum árum. 
 
Í upphafi átti bíltúrinn að vera rétt austur fyrir fjall, en endaði í kaffi í Hrauneyjum, svo gott var að keyra bílinn. Í bakaleiðinni var malarvegakaflinn að Hjálpar­fossi prófsteinninn á bílinn í malarvegaakstri. Á hlykkjóttum og holóttum malarveginum var ég hreinlega límdur í sætið og haggaðist ekki vegna hliðarstuðningsins í sætinu.
 
1,8 lítra bensínvél sem skilar 147 hestöflum
 
Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með 7 þrepa sjálfskiptingu, þægilegur að keyra í alla staði, en ekki alveg gallalaus. 
 
Það eina sem mér fannst varasamt var hversu ég fann lítið fyrir hraðanum og var aðeins of gjarn á að vera á of miklum hraða. 7 gíra sjálfskiptingin er mjúk, ég fann aldrei þegar bíllinn skipti sér. 
Farangur­srýmið er gott, en vara­dekkið er það sem ég kalla aumingi. 
 
Felgustærðin er 17 tommur og er fínt á malbiki, en fyrir mikinn akstur á malarvegum myndi ég alveg vilja sjá þennan bíl á 16 tommu felgum sem gætu borið belgmeiri dekk sem gæfu betri fjöðrun. 
 
Stutti bíltúrinn sem upphaflega var ráðgerður endaði í tæpum 300 km og samkvæmt aksturstölvu bílsins var meðaleyðsla mín 7,6 lítrar á hundraðið, en uppgefin meðaleyðsla samkvæmt sölubæklingi er á bilinu 5,9 til 6,4 lítrar á hundraðið.
 
Óásættanlegur ljósabúnaður
 
Það er aðeins tvennt sem ég get sett út á bílinn. Það er ljósabúnaðurinn og varadekksauminginn. 
Ljósin eru óásættanleg vegna þess að það þarf að kveikja á þeim í hvert skipti sem farið er af stað til að vera með afturljós og þar af leiðandi löglegur í umferðinni. Við það dofna ljósin í mælaborðinu svo mikið að maður sér varla á mælaborðið.
 
Rausnarlegt hausttilboð á aukahlutum
 
Á haustssýningunni var fjölskyldu­bíllinn Toyota Avensis auglýstur á tilboði með aukahlutum sem voru m.a. dráttarkrókur, farangursbox á topp (stundum kallað tengdamömmubox) og  fleira. 
 
Í boði fyrir Avensis er mikið af aukahlutum og búnaði hjá Toyota. Ódýrasti Avensis er á verði frá 4.210.000 upp í 5.890.000 sá dýrasti, en nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá sölumanni eða á vefsíðunni www.toyota.is. 
 
Helstu mál og þyngd:
Þyngd 1.410 kg
Hæð 1.480 mm
Breidd 1.810 mm
Lengd 4.820 mm
 
 

 

9 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f