Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar
Fréttir 20. ágúst 2025

Tengsl milli framtíðar velskrar tungu og landbúnaðar

Höfundur: Þröstur Helgason

Landbúnaðarsýningar, kjötmarkaðir og fundir samvinnufélaga bænda eru á meðal fárra viðburða í almannarýminu þar sem velska er enn töluð. Framtíð tungumáls Veilsverja hangir því saman við viðgang landbúnaðar í landinu, að mati bænda og sérfræðinga sem tóku þátt í pallborðsumræðum á fundi velsku bændasamtakanna.

Skoðanakönnun frá 2021 leiddi í ljós að meira en 43% fólks í landbúnaði í Veils, skógrækt og fiskveiðum tali velsku, fleiri en í nokkrum öðrum atvinnugreinum. Þetta á sérstaklega við í sýslum þar sem landbúnaður er meginatvinnugrein, svo sem Ceredigion, Gwynedd og Anglesey. Framinguk.com segir frá.

Í umræðunum kom fram að bændafjölskyldur séu margar hverjar samsettar af fólki af nokkrum kynslóðum sem varðveita bæði tungumálið og landið með því að hinir eldri miðla þekkingunni til þeirra yngri, jafnt á búnaðarháttum sem á velskum málhefðum, málsháttum og örnefnum.

Einn úr forystusveit bændasamtaka landsins, Alun Owen, sagði að loknum fundinum að ekki væri hægt að líta fram hjá því að landbúnaður gegndi mikilvægu hlutverki við varðveislu velskrar tungu og menningarhefðar. „Ef vilji er til að varðveita tunguna þá er mikilvægt að stjórnvöld styðji betur við velskan landbúnað.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...