Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Rafbíll aðstoðarskógarvarðarins á Vöglum í hleðslu við skemmuna í starfsstöð Skógræktarinnar.
Mynd / Benjamín Örn Davíðsson
Fréttir 19. desember 2016

Tenglar fyrir rafbíla settir upp

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Tenglar fyrir rafbíla hafa verið settir upp á starfstöðvum Skógræktarinnar á Norðurlandi, annars vegar við Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri og hins vegar á Vöglum í Vaglaskógi í Fnjóskadal.
 
Skógrækt er ein öflugasta leiðin sem Íslendingum standa til boða til að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum. Koltvísýringsbinding með skógrækt er sérstaklega auðveld á Íslandi þar sem landrými er nægilegt og mikil tækifæri til að græða upp land með skógi og ná þar með mörgum umhverfismarkmiðum í einu, stöðva kolefnislosun frá auðnum, klæða land gróðri, búa til skógarauðlind og binda koltvísýring.
 
Bílafloti verður endurnýjaður
 
Í frásögn á vef Skógræktarinnar þar sem greint er frá tenglunum kemur einnig fram að Skógræktin vilji gera fleira en binda koltvísýring. Hún vilji einnig gera sitt til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Í undirbúningi sé að endurnýja bílaflota stofnunarinnar og sérstaklega verður hugað að því að kaupa sparneytna bíla og vistorkubíla eftir því sem við verður komið.
 
Einn starfsmaður Skógræktar­innar á Norðurlandi, aðstoðarskógar­vörðurinn Benjamín Örn Davíðsson, hefur nú þegar eignast rafbíl og notar hann til að komast til vinnu í Vaglaskógi frá heimili sínu í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur nú færi á að stinga bíl sínum í samband á vinnustaðnum og hefur þannig ávallt næga raforku á geyminum.
 
Bergsveinn Þórsson að ganga frá rafmagnskaplinum frá húsinu í staurinn. Mynd / Pétur Halldórsson
 
Lerkistaur úr Vaglaskógi
 
Benjamín kom á dögunum færandi hendi í Gömlu Gróðrarstöðina á Akureyri með myndarlegan lerkistaur úr Vaglaskógi. Í hann var búið að bora gat og saga rás fyrir rafmagns­kapal. Staurnum var komið fyrir við bílastæði hússins. Rafmagnskapall var dreginn í ídráttarrör sem lagt var í jörð á liðnu sumri um leið og dren- og frárennslislagnir frá húsinu voru endurnýjaðar. 

Skylt efni: rafbílar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...