Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Þema hátíðarinnar nú í ár er friður.
Mynd / leiklist.is
Menning 15. mars 2023

Tenging leiklistarunnenda um heim allan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðlega áhugaleiklistarhátíðin (AITA/IATA) árið 2023 verður haldin í Debrecen, Ungverjalandi dagana 19.-25. júní 2023. Þema hátíðarinnar er Friður.

AITA/IATA, eða International Amateur Theatre Association, sameinar og tengir saman áhuga- leikhópa, samfélagsleikhús og viðlíka samtök um allan heim, alla þá sem eiga sameiginlega ástríðu leikhússins. Er hátíðin fyrst og fremst tileinkuð tengslamyndun íbúa heimsins, auk réttindum manna, þá er kemur að listum og menningu, óháð þjóðerni, tungumáli, kyni, kynhneigð, þjóðernisuppruna eða trúarbrögðum svo eitthvað sé nefnt.

AITA/IATA leiðir fólk saman með það fyrir augum að miðluð verði þekking og iðkun á sviði leiklistar til að dýpka skilning, skapa ný tækifæri og efla áhugaleikhúsageirann á heimsvísu.

Er hátíðin afar vel sótt af meðlimum á heimsvísu og því einstakt tækifæri til þess að efla tengslanetið og njóta sýninganna og alls sem upp á er boðið. Frekari upplýsingar má fá hjá Þjónustumiðstöð BÍL í info@ leiklist.is eða í síma 551-6974.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...