Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mynd / Fjallabyggð
Fréttir 13. september 2021

Telja að um 90% af plasti úr Héðinsfirði hafi verið hreinsað úr fjörum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.

Mikið var af plasti, einkum leifar veiðarfæra, fiskikassar og ker og virðist sem sumt hafi legið þarna um áratugi og var gróið ofan í jörðina. Heilmikill leiðangur var gerður í fyrrahaust til að hreinsa til í Héðinsfirði og að viðbætt þeim sem farinn var nýlega er áætlað að um 90% af plastrusli þar hafi verið hreinsað og flutt á brott.

Gunnar Júlíusson lagði til skip sitt, Örkina hans Gunna í þágu hins góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Landeigendur tóku einnig þátt í hreinsunni og Fjallabyggð veitti sömuleiðis aðstoð. Hreinsun Héðinsfjarðar hófst fyrir nokkrum árum, en mest var unnið við verkefnið í fyrrahaust að frumvæði og atorku Ragnars Ragnarsson og Lísu Dombrowe. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar.

Fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri tóku þátt í fjöruhreinsuninni ásamt áhöfn Arkarinnar hans Gunna og landeiganda.

Örkin hans Gunna var notuð í verkefnið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...