Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tekur við stjórnsýsluverkefnum sem flytjast frá Bændasamtökum Íslands
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 21. janúar 2015

Tekur við stjórnsýsluverkefnum sem flytjast frá Bændasamtökum Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sjálfstæð rekstrareining hefur verður sett á laggirnar innan Bændasamtaka Íslands frá og með 1. janúar 2015 sem mun sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum.

Á síðasta ári var vinna í gangi við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til stofnana ANR. Á haustdögum ákvað ráðuneytið að fresta flutningnum um eitt ár en undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli Bændasamtakanna, ráðuneytisins og Matvælastofnunar um hvernig að þessum málum verður staðið á árinu 2015. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016. Þess vegna mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipa verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Bændasamtakanna og mun verkefnisstjórnin halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar.

Sjálfstæð eining með sjálfstæðan fjárhag

Á árinu 2015 munu Bænda­samtökin áfram sinna þeim stjórn­sýsluverkefnum sem samkomulag náðist um að færðust frá samtökunum. Sett hefur verið á stofn sjálfstæð rekstrareining með sjálfstæðum fjárhag. Með því er tryggt fullt fjárhags- og bókhaldslegt sjálfstæði rekstrareiningarinnar.

Búnaðarstofa með fjórum starfsmönnum

Vinnuheiti hinnar nýju rekstrar­einingar innan Bændasamtakanna verður Búnaðarstofa. Búnaðarstofa hóf starfsemi þann 5. janúar og verður hún staðsett í sérgreindu húsnæði á 3. hæð Bændahallarinnar. Starfsmenn hennar eru eftirtaldir: Jón Baldur Lorange, forstöðumaður, Ómar S. Jónsson, fjármálastjóri, Ásdís Kristinsdóttir og Guðrún S. Sigurjónsdóttir, fulltrúar. Verkefni Búnaðarstofu eru stjórnsýsluverkefni í tengslum við búvörusamninga og búnaðarlagasamning.

Annast stuðningsgreiðslur til bænda

Að sögn Jóns Baldurs er hér um að ræða viðamikil og vandasöm stjórnsýsluverkefni í tengslum við stuðningsgreiðslur til landbúnaðar. Þannig mun Búnaðarstofa fara með verkefni varðandi framleiðslustjórn og beingreiðslur o.fl. varðandi mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, verkefni vegna ullarnýtingar, markaðsstarfs og birgðahald, og nýliðunarsamninga, umsjón með framkvæmd beingreiðslna í garðyrkju, utanumhald greiðslumarksskráa, annast framkvæmd greiðslu til framleiðenda sem njóta framlaga til aðlögunar að lífrænni ræktun og að síðustu má nefna utanumhald og framkvæmd á greiðslum vegna jarðræktarstyrkja og styrkja vegna vatnsveituframkvæmda.

Unnið eftir handbók um innra eftirlit

Starfsfólk Búnaðarstofu mun vinna eftir handbók um innra eftirlit. Í Búnaðarstofu verður haldið áfram þróun á tölvukerfinu AFURÐ, sem heldur utan um greiðslukerfi landbúnaðarins, og samhliða er hin rafræna upplýsingagátt í landbúnaði, Bændatorgið, þróuð í samvinnu við Bændasamtökin, þar sem beitt er aðferðum rafrænnar stjórnsýslu í sem mestum mæli. Þá tók Jón Baldur fram að flest þessara verkefna væru unnin nú þegar í umboði Matvælastofnunar samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um og í samræmi við reglugerðir. Árið yrði nýtt til að treysta þá samvinnu enn frekar til að vinna að flutningi verkefna að fullu til Matvælastofnunar í samræmi við vilja ráðuneytisins.

Skylt efni: Búnaðarstofa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...