Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman
Fréttir 19. desember 2018

Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hagstofa Íslands hefur gefið út rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú eftir aðalstarfssemi. Yfirlitin eru byggð á rekstrarframtölum en sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

Rekstraraðilum í landbúnaði er skipt eftir aðalstarfsemi samkvæmt atvinnugreinaflokkum og skiptingu tekna úr landbúnaði samkvæmt framtölum (e. main economic activity). Aðalstarfsemi er þannig sú búgrein sem skilar hæstu hlutfalli tekna hvers bús. Upplýsingarnar eru settar fram eftir landsvæði og stærðarskiptingu búa.

Sauðfjárbú
Árið 2017 höfðu 1.441 aðilar sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað um 36 frá árinu áður. Tekjur sauðfjárbúa námu 11,8 ma.kr. króna árið 2017 og lækkuðu því um 10,0% miðað við árið 2016. Afkoma sauðfjárbúa fyrir skatta (EBIT) dróst af þeim sökum saman um 56% milli áranna 2016 og 2017.

Aðilar með sauðfjárbúskap sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 1.477 1.441 -2,4%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 13.064 11.761 -10,0%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. -11.366 -11.016 -3,1%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 1.698 744 -56,2%

Af þeim 1.441 aðilum sem höfðu sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi árið 2017 voru 520 sem höfðu færri en 100 fjár (36% af heildinni). Aðilar með færri en 100 fjár höfðu 1,2 ma.kr. í tekjur (11% af heildinni) en rekstrarafkoma þeirra fyrir fjármagnsliði reyndist neikvæð um 96 milljónir króna (en nettó afkoma allra búa 744 milljónir).

Fjöldi sauðfjár Fjöldi sauðfjárbúa Tekjur, m.kr. Gjöld, m.kr. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT), m.kr.
1-100 520 1.239 1.336 -96
101-200 255 1.394 1.451 -57
201-300 222 2.055 1.969 86
301-400 195 2.366 2.211 155
401-500 116 1.834 1.627 207
501-600 66 1.272 1.065 207
601-700 37 785 657 128
>700 30 816 701 115
Samtals 1.441 11.761 11.016 744

Kúabú
614 aðilar höfðu ræktun mjólkurkúa að aðalstarfsemi árið 2017. Tekjur þeirra voru 21,9 milljarðar króna það ár, samanborið við 23,9 milljarða króna árið áður og höfðu tekjur þar með lækkað um 8,5% milli ára. Rekstrarafkoma kúabúa fyrir skatta (EBIT) nam 3,4 ma.kr. árið 2017.

Aðilar með ræktun mjólkurkúa sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 631 614 -2,7%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 23.940 21.897 -8,5%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. 18.889 18.470 -2,2%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 5.051 3.427 -32,2%

Eignir jukust um 5,5% frá fyrra ári og skuldir um 2,2%. Þar með batnaði eiginfjárstaða kúabúa í heild fimmta árið í röð og var eiginfjárhlutfall í lok árs um 0%.

Talnae

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...