Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tekjur finnskra bænda hríðfalla
Fréttir 6. janúar 2015

Tekjur finnskra bænda hríðfalla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þau tíðindi berast nú frá Finnlandi að hrun sé á tekjum í finnskum landbúnaði. Í blaðinu ABC Nyheder er vitnað í nýjar tölur Eurostat sem sýna að tekjur finnskra bænda hafi hrapað um 22,8% á árinu 2014 og búist sé við enn verri stöðu á næsta ári. 

Á sama tíma hafa tekjur norskra bænda aukist um 4,8% svo greinilegt er að aðild Finna að ESB er ekki að hjálpa finnskum bændum. Þá hafa tekjur danskra bænda fallið um 10,1% á milli ára, en tekjur sænskra bænda hafa aðeins dregist saman um 1,1%. Rauntekjur finnskra bænda eru nú 10 prósentustigum lægri en þær voru árið 2005.

Í úttekt Eurostat á stöðu bænda í ESB er miðað við rauntekjur í landbúnaði. Þá bendir ABC Nyheder á að á næsta ári sleppi ESB lausri samkeppni í mjólkuriðnaði. Þá standi finnskir bændur frammi fyrir því að standa í harðri samkeppni við stórframleiðendur í þeim geira, m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Það gerist á sama tíma og lokað hafi verið á sölu finnskra kúabænda á framleiðslu sinni til Rússlands.

Vitnað er í landbúnaðar­sérfræðinginn Christian Anton Smedshaug, sem m.a. hefur verið með fyrirlestur hér á landi. Hann segir að Finnland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafi orðið sérlega illa úti hvað varðar mjólkurvöruútflutning til Rússlands sem lokað hafi verið fyrir. Rússland hafi einmitt verið stór markaður fyrir finnska kúabændur. Því sé þörf fyrir sérstaka aðstoð frá Evrópusambandinu.

Það er þó fleira en finnska mjólkurframleiðslan sem er í vanda. Kartöflur frá finnskum bændum hafa fallið í verði um 30%, egg um 15%, svínakjöt um 9% og kindakjöt um 4%. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f