Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Teista
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kring. Nokkuð af ungfuglum hafa vetursetur við Grænland en stór hluti af stofninum heldur til við Ísland allt árið. Hún fer sjaldan út á rúmsjó líkt og aðrir svartfuglar en heldur sig frekar á grunnsævi við ströndina þar sem hún kafar eftir sinni aðalfæðu sem er sprettfiskur. Hún er eini íslenski svartfuglinn sem er aldökk á kviðnum og á sumrin er hún öll svört fyrir utan þessa hvítu bletti á vængþökum sem sjást vel á myndinni hér fyrir ofan. Teista var nytjuð að einhverju leyti hér áður fyrr en undanfarna áratugi hefur stofninn minnkað nokkuð og veiði dregist saman. Áætlað er að stofninn sé um 10–15.000 varppör en tegundin er langlíf og verður seint kynþroska. Talið er líklegt að þessi fækkun stafi hugsanlega af samspili á breytingu á fæðuframboði, ágangi minks og meðafla í grásleppunetum. Árið 2017 skoruðu Skotveiðifélag Íslands, Fuglavernd og Vistfræðifélagið á umhverfisráðherra að friða teistuna. Umhverfisráðherra tók vel í þessa beiðni og hefur teistan verið friðuð frá september 2017.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...