Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Mynd / mhh
Líf og starf 14. nóvember 2023

Teiknar íslensku húsdýrin

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Listakonan Katrín J. Óskarsdóttir í Miðtúni við Hvolsvöll gaf nýlega út veggspjald með íslensku húsdýrunum.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, teikningarnar koma út algerlega eins og ég teikna þær og prentun, pappír og allur frágangur er til fyrirmyndar. Svona plakat er mjög fræðandi fyrir t.d. skóla og leikskóla þar sem hægt er að sjá öll dýrin saman sem teljast til íslensku húsdýranna í réttum lit og útliti.“

Katrín, sem er með vinnustofu heima hjá sér, teiknar flesta daga en auk dýranna teiknar hún líka andlitsmyndir. „Núna er ég að teikna íslensku sauðalitina en hugmyndin er að gefa út plakat með þeim líka. Í þeirri vinnu hef ég kynnst mörgum sauðfjárbóndanum en þrátt fyrir að hafa alist upp í sveit þar sem voru meðal annars kindur hef ég fræðst ótrúlega mikið um sauðkindina og komist að því að kind er ekki sama og kind,” segir Katrín hlæjandi.

Hægt er að skoða verk Katrínar á Facebook-síðum hennar, annars vegar íslensku húsdýrin og hins vegar Fólk/People Art Gallery. Nýja húsdýraplakatið fæst m.a. í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, í bókabúðum víða um land og í Húsdýragarðinum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...