Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Bræðurnir á Teigi 1, þeir Jens Heiðar Guðnason, 9 ára og Ýmir Atli, 5 ára tóku við bikurunum á Degi sauðkindarinnar 14. október síðastliðinn.
Mynd / mhh
Líf og starf 6. nóvember 2023

Teigur 1 verðlaunað

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Félagsbúið Teigur 1 í Fljótshlíð var útnefnt ræktarbú ársins 2022 í Rangárvallasýslu á Degi sauðkindarinnar, sem fór nýlega fram á Hvolsvelli.

Sauðfjárræktarbúið er í eigu hjónanna Guðna Jenssonar og Örnu Daggar Arnþórsdóttur, ásamt Tómasi Jenssyni. Við val á ræktunarbúi er stuðst við reglur RML, sem samþykktar hafa verið af fagráði í sauðfjárrækt.

„Í Teigi 1 hefur verið stunduð metnaðarfull sauðfjárrækt til fjölda ára sem m.a. endurspeglast í háu kynbótamati ærstofnsins. Ærnar eru frjósamar og mjólkurlagnar og lömbin væn og vel gerð. Meðal heildareinkunn kynbótamats ánna er 105,2 stig. Þá hefur búið lagt nokkuð til hins sameiginlega ræktunarstarfs í landinu en þaðan hafa komið hrútar sem þjónað hafa á sauðfjársæðingastöðvunum. Teigur 1 var einnig valið ræktunarbú ársins árið 2016,“ segir m.a. í umsögn RML.

Þá kemur fram í umsögninni að á árinu 2022 voru meðalafurðir eftir hverja á á búinu 37,4 kg, frjósemin var 2,17 lömb eftir fullorðna á og 2,01 lömb til nytja. Veturgömlu ærnar stóðu sig einnig afbragðs vel, en þær skiluðu að jafnaði 21,9 kg og 1,16 lömbum til nytja. Meðalfallþungi dilka var 18,0 kg, einkunn fyrir gerð 10,1 og fyrir fitu 6,5. Hlutfall gerðar og fitu var 1,55.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f