Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Teigaból.
Teigaból.
Bóndinn 23. febrúar 2017

Teigaból og Skeggjastaðir

Á Teigabóli í Fellum býr Guðsteinn Hallgrímsson og á Skeggjastöðum Einar Örn Guðsteinsson, sonur Guðsteins, og kona Einars, Guðný Drífa Snæland. Þau reka í samvinnu sauðfjárbú á þessum tveimur bæjum sem liggja að einhverju leyti saman en um 2 km eru á milli bæjanna. Einar og Guðný tóku formlega við helmingi búsins í ársbyrjun 2016.  
 
Býli:  Teigaból og Skeggjastaðir.
 
Staðsett í sveit: Fellasveit á Fljótsdalshéraði, við Lagarfljót.
 
Ábúendur: Guðsteinn Hallgrímsson, Einar Örn Guðsteinsson og Guðný Drífa Snæland.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðsteinn, faðir Einars, býr á Teigabóli. Á Skeggjastöðum búa Einar og Guðný Drífa ásamt börnunum Vernharði Inga, 15 ára, Ragnari Sölva, 9 ára og Laufeyju Helgu, 7 ára.
 
Stærð jarðar?  Landið er að miklu leyti óskipt til fjalls en samanlagt er ræktað land á jörðunum um það bil 50 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. Einnig komum við aðeins að skógrækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 hausar á vetrarfóðrun. Einnig eigum við nokkra hesta til skemmtunar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna eru gjafir kvölds og morgna. Guðsteinn sinnir svo því sem tilfellur ásamt Einari en Einar er líka verktaki og vinnur því töluvert utan bús. Guðný Drífa vinnur í Fellaskóla og börnin sækja öll skóla þangað.
Á sumrin tekur heyskapur mestan tíma hjá öllum en Einar tekur að sér rúllun fyrir aðra bændur. Unglingurinn er virkur í vinnu á bænum allan ársins hring og yngri börnin taka þátt í því sem verið er að vinna.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allir sammála um að sauðburður sé skemmtilegastur en erfiðastur! Guðný hefur gaman af því að slá en veit ekkert leiðinlegra en að tæta tún. Einari finnst afskaplega leiðinlegt að skafa grindur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höldum okkar striki og fjölgum jafnvel fénu. Húsakostur verður bættur og vinnuaðstaða þannig gerð enn betri. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við erum nokkuð jákvæð en það er alltaf hægt að gera betur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum áfram að sýna hversu góða vöru bændur á Íslandi hafa að bjóða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Það má leggja áherslu á það hversu vistvæn vara okkar er í samanburði við aðrar þjóðir. Vanda þarf framsetningu og matreiðslu á kjöti til ferðamanna á Íslandi, það er góð auglýsing!
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg, epli og kokteilsósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, lambahryggur, tortillur og grjónagrautur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar viðbygging við fjárhúsin var reist og það náðist að klára rétt áður en vetur skall á.
 
Stórt skref var einnig tekið þegar Skeggjastaðir voru keyptir og hægt var að stækka búskapinn umtalsvert.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...