Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess. com, náði inn á topp 100 listann yfir mest skoðuðu vefsíður í heimi á þeim tíma.

Einnig hjálpuðu þættirnir Queens Gambit á Netflix til við að auka vinsældir skákarinnar bæði á netinu og í raunheimum. Ekki liggur fyrir hve margir Íslendingar tefla reglulega á netinu, en þeir skipta einhverjum þúsundum. Virkir íslenskir skákmenn sem tefla í raunheimum yfir borðið (OTB á ensku) eru á bilinu 800–1.000 og þeir eru oftast virkir á netinu líka.

Það standa þó nokkrir möguleikar til boða ef menn vilja reyna fyrir sér í netskák. Chess.com og Lichess.org eru vinsælustu skáksíðurnar, en það eru fleiri kostir í boði, eins og t.d. Gameknot.com. Á öllum þessum síðum geta menn teflt við andstæðinga um allan heim og þú ræður tímamörkunum.

Hægt er að tefla hraðskákir þar sem tímamörkin eru frá 1 mín. fyrir alla skákina og upp í nokkra daga á hvern leik, sem mætti kalla nútíma bréfskák. Að sjálfsögðu gilda slíkar skákir ekki til alvöru elo-skákstiga hjá alþjóðaskáksambandinu FIDE, en allar þessar síður hafa sín eigin skákstig sem oft svipar til þeirra skákstiga sem skákmenn hafa í raunheimum, eða líklegt er að skákmenn nái reyni þeir fyrir sér á alvöru skákmótum þar sem teflt er yfir borðið.

Tómas Veigar Sigurðarson, nemandi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tefldi eina slíka á vefnum Gameknot fyrir um 10 árum síðan. Tómas var með svart og á leik. Eins og sjá má á stöðumyndinni á andstæðingur hans mát í einum leik (Dxf8) og í fljótu bragði á svartur engan leik sem kemur í veg fyrir mát. En Tómas fann eina leikinn sem kemur í veg fyrir mát og sá leikur er alls ekki augljós og lítur út fyrir að vera alveg galinn í fljótu bragði. En við eftir á skoðun er leikurinn alger snilld og ekki á allra færi að sjá hann.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Dc1 skák !!. er leikurinn og hvítur getur gefið skákina strax. Ef hann drepur drottningu svarts á c1 kemur Bxf6 skák og drottning hvíts fellur í kjölfarið og svartur stendur eftir með biskup og fimm peð gegn fjórum peðum hvíts. Ef hvítur færir kónginn úr skák fellur drottning hvíts á c1 og svartur er með kolunnið tafl.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f