Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Höfundur: Jónína Þórðardóttir

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóðin staðið í prjónaskap að minnsta kosti síðan á 16. öld. Að langmestu þá úr spunnu ullarbandi í stað lopans sem við þekkjum nú og voru nokkurra ára gömul börn fljótlega vanin við prjónana. Þessi iðja þótti ekki síður karlmannsverk en verk kvenna og var gjarnan setið við prjónaskap að kvöldlagi hér áður fyrr undir húslestrinum.

Vettlingar voru vinsælt prjónles en þeir hafa alla tíð verið mesta þarfaþing og voru auðveldir að gerð.

Karlmenn prjónuðu sér ef til vill tvíbanda, tvíþumla vettlinga ef farið var á sjóinn eða stöguðu og bættu þá gömlu sem enn héngu saman á meðan stúlkunum þótti gaman að útbúa ísaumaða rósavettlinga eins og kallaðist. Þeir voru upp á punt, gjarnan sléttprjónaðir úr einlitu ullarbandi með skrautlegum
útsaumi kölluðum fléttusaumi.

Miðstærð
100gr tvinnað ullar band frá Fjárhúsloftinu.
prjónastærð nr. 2,5

Stroff: Fitjið upp 56L(lykkjur) og deilið á 4 prjóna (14L á prjón). Prjónið 2sl(slétt) og 2br(brugðið) lykkjur þar til stroffið mælist 7 cm.
Belgur: Til að fá góða vídd í belginn þarf að taka upp lykkju á milli brugnu lykkjana og er hún prjónuð slétt.
Útaukning: Prjónið áfram stroff en aukið út um 14L í fyrstu umferð á eftirfarandi hátt:
prjónið *2L sl – 1L br -1L sl tekinn upp – 1L br * endurtakið út hringinn.
Nú eru lykkjurnar orðnar 70. Nú er belgur prjónaður *2sl – 1br – 1sl- 1br* Þar til belgur mælist frá stroffi 6 cm.
Nú er band prjónað í fyrir þumli það er gert svona: fyrstu tvær L á hægri lófa eru prjónaðar sléttar síðan eru næstu 10L prjónaðar með auka bandi (síðustu 12L á vinstri lófa 10L settar á band síðustu tvær prjónaðar samkvæmt munstri). Haldið er áfram að prjóna belginn þar til hann mælist 9 cm frá stroffi.
Þá eru teknar frá síðustu 7L af á 2.prjóni og fyrstu 8L af 3. Prjónið alls 15 lykkjur fyrir litlafingur sem eru prjónaðar sér. Setjið lykkjurnar á nælu og geymið á meðan lokið er við belginn. Prjónið áfram þar til belgur mælist 15 cm frá stroffi.
Úrtaka (bandúrtaka):
1.prjónn: prjónið 1L sl. Takið 1L óprjónaða prjónið næstu L sl dragið óprjónuðu L
yfir hina, prjónið hinar L samkvæmt munstri.
2.prjónn: prjónið þar til 3L eru eftir, þá eru 2Lprjónaðar slétt saman svo 1L slétt.
3.prjónn: eins og fyrsti prjónn.
4.prjónn: eins og annar prjónn.
2. umferð: prjónið samkvæmt munstri (engin úrtaka).
ATH. Allar lykkjur í úrtöku eru prjónaðar slétt.
3.umferð: takið úr eins og í 1. Umferð
4. umferð: án úrtöku.
5. umferð og allar hinar: takið úr í hverri umferð þar til 7L eru eftir.
Jafnið lykkjurnar á milli prjóna eftir því sem þeim fækkar. Þumall og litlifingur eru prjónaðir slétt.
Þumall: rekið þumalbandið úr og takið upp lykkjurnar. Takið einnig 2-3 lykkjur upp í hvoru viki.
Deilið lykkjunum á 3 prjóna. Prjónið L saman í vikum í fyrstu umferð svo alls verði 22L í þumlinum. Prjónið slétt 20 - 22 umf. Prjónið saman fyrstu 2L á prjóni þar til eftir eru 4-6L.
Litlifingur: setjið lykkjurnar af nælunni á þrjá prjóna og takið upp 4L í greipinni á milli fingurs og belgs alls 19L prjónið saman lykkjur á millu fingurs og belgs svo alls verði 17L í litlafingri. Prjónið slétt 18 - 20 umf. Takið úr eins og á þumli.
Frágangur: Klippið frá, dragið bandið í gegn og gangið frá endum.

Skylt efni: vettlingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...