Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tarfaveiðar hafnar
Fréttir 18. ágúst 2022

Tarfaveiðar hafnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á hreindýratörfum hófust 15. júlí síðastliðinn en fram til 1. ágúst má ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig að veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því á heimasíðu sinni að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri.

Veiðimenn á veiðisvæði níu, Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit, eru hvattir til að veiða tarfa vestast á svæðinu. Það er gert í þeim tilgangi að fækka dýrum þar þannig að það dragi úr líkum á að dýrin fari vestur yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Það er einnig gert til að koma í veg fyrir gróðurskemmdir, ef dýrin verða of mörg á svæðinu.

Samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun ættu tarfaveiðimenn að hafa fengið veiðileyfi sín send með pósti.

Ef leyfin berast ekki verða veiðimenn að hafa samband við stofnunina sem fyrst.

Í þeim tilgangi að draga úr pappírsnotkun er á leyfinu QR kóði sem vísar á bréf til veiðimanna sem að jafnaði hefur verið í umslaginu. Í bréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir leyfishafa.

Veiðileyfi á kýr verða send út um 20. júlí og ættu þá að hafa borist leyfishöfum fyrir upphaf veiðitíma á kúm sem hefst 1. ágúst.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...