Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tannstaðabakki
Bóndinn 1. desember 2016

Tannstaðabakki

Guðrún Eik og Óskar tóku við búinu 1. janúar 2014 af foreldrum Guðrúnar, Ólöfu og Skúla, en hún er  6. ættliðurinn sem býr á Tannstaðabakka. Þar hefur sama ættin búið frá því milli 1820–1830. 
 
Fjölskyldan á Tannstaðabakka.
Foreldrar Guðrúnar búa enn í sínu húsi og reka 2 kjúklingaeldishús, en Guðrún og Óskar byggðu  nýtt íbúðarhús á jörðinni. Það má segja að þau hafi ekki setið auðum höndum en á þessum tæpu þremur árum stækkuðu þau stíupláss í nautaeldishúsi um þriðjung, rifu út úr 2/3 af fjárhúsunum og innréttuðu fyrir nautgripauppeldi. Að svo búnu  byggðu þau íbúðarhús og eignuðust tvíbura.
 
 
Býli:  Tannstaðabakki.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði, Húnaþingi vestra. 
 
Ábúendur: Guðrún Eik Skúladóttir  og Óskar Már Jónsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tvíburadæturnar Bjarnveig Anna og Þórey Sunna, 1 árs, hvolpurinn Táta og kettirnir Kólumbus og Arinn Eldur. Foreldrar Guðrúnar, Ólöf og Skúli, búa einnig á jörðinni.
 
Stærð jarðar?  300 ha.
 
Gerð bús? Aðallega kúabúskapur, nokkrar kindur og hænur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 38 árskýr, nautaeldi – alls um 150 nautgripir. Þá erum við með 72 kindur, sjö hænur, hundu og tvo ketti.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað og endað á mjöltum og ýmis verk þar á milli, eða það sem fellur til á hverjum árstíma. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Guðrúnu finnst skemmtilegast að mjólka og stússast í kringum kindurnar og ungviðið hverju sinni, en leiðinlegast í bókhaldinu. Óskari finnst skemmtilegast í öllu sem tengist jarðrækt, en leiðinlegast í öllu sem viðkemur kindum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?  Við stefnum á að vera búin að byggja nýtt fjós og fjölga kúnum upp í 60. Nóg af gripum í uppeldi og nóg að gera. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru gríðarlega mikilvæg fyrir bændastéttina. Þar er oft unnið óeigingjarnt og á tíðum vanþakklátt starf í okkar þágu. Því er regluleg endurnýjun í öllum félögum af hinu góða og í raun nauðsynleg.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við erum bjartsýn og höfum óbilandi trú á íslenskum landbúnaði, svo við trúum ekki öðru en að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í íslenska lambakjötinu og íslenska skyrinu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og nautalund.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta vorið okkar fór lóðning í tölvunni í mjaltabásnum. Þetta uppgötvaðist þegar kvöldmjaltir voru að fara af stað og kl. 21 um kvöldið brunuðum við hjónin af stað á Selfoss, en þar var staðsettur eini varahluturinn sem til var í landinu. Við vorum komin til baka um 4-leytið um nóttina, og kýrnar orðnar ansi reiðar yfir því hve kvöldmjöltunum hafði seinkað. Við ræstum út rafvirkjann og kl. 7 um morguninn kláruðum við mjaltirnar, á sama tíma og við værum að byrja morgunmjaltirnar venjulega.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...