Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gísli Matthías Sigurðsson á nautinu sínu Geysi árið 1937.  Mynd / Helga Sigurðardóttir systir Gísla.
Gísli Matthías Sigurðsson á nautinu sínu Geysi árið 1937. Mynd / Helga Sigurðardóttir systir Gísla.
Líf og starf 8. ágúst 2019

Tamdi naut til reiða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gísli Matthías Sigurðsson, bóndi í Miðhúsum í Garði, virðist hafa verið kenjóttur og skemmtilegur maður sem bæði tamdi naut sem reiðskjóta og stofnaði útvarpsstöðina Eilífðina á Vífilsstöðum.

Gísli fæddist ári 1895 og því liðin 124 ár frá fæðingu hans. Gísli fæddist í Reykjavík en eftir að hann kynntist Ingibjörgu Þorgerði Guðmundsdóttur fluttist hann í Garðinn þaðan sem Ingibjörg var ættuð. Ingibjörg lést árið 1936 frá ellefu börnum. Fáeinum árum síðar sýktist Gísli af berklum og bjó að Vífilsstöðum í 36 ár.

Eins og besti hestur

Í viðtali sem birtist í Þjóðviljanum 26. september 1965 segir Gísli að hann hafi tamið nautið Geysi til reiða og fyrir plóg til að plægja garða. „Ég hafði hann fyrst með hesti og batt tauminn á tudda við aktygin og rak svo á eftir ef þurfti. Eftir nokkurn tíma gat ég teymt hann við hlið á hesti. Svo datt mér í hug hvernig hann brygðist við ef ég færi á bak honum. Hann var eins og bezti hestur, ég hefði getað riðið honum út í sjóinn. Hann var alveg sérstök skepna. Einu sinni sendi ég mann eftir tudda upp á tún og tók sá í horn honum, en tudda þótti við hann fyrir og hrinti honum svo hann féll. Ég hljóp af stað, dauðhræddur um manninn og kallaði til tudda og labbaði hann þá út í horn á girðingunni. Honum var illa við skegg á mönnum. Einu sinni kom mjög skeggjaður bóndi með beljur, en tuddi leit ekki við beljunni fyrr en hann hafði rekið skeggmanninn í burtu!

Hann var felldur 3ja og hálfs árs. Ég gat ekki horft á hann skotinn og felldi tár þegar ég heyrði skotið.“

Útvarpsstöðin Eilífðin

Að sögn Sigrúnar Guðmunds­dóttir, barnabarns Gísla, reið Gísli nautinu meðal annars frá Garði til Keflavíkur og víða enda var Geysir einstaklega ljúfur gripur.

„Eftir að afi flutti á Vífilsstaði stofnaði hann útvarpsstöð sem fékk heitið Eilífðin og er líklega fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi og hann eyddi öllu sem hann átti til að spila lög og skemmta sjúklingum og starfsfólki þar.“ 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f