Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mynd/ Uggi Ævarsson.
Mynd/ Uggi Ævarsson.
Fréttir 23. október 2015

Talsverðar skemmdir á menningarminjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar hlaupsins í Skaftá fór Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í vettvangsferð um Skaftártungu til að kanna aðstæður með tilliti til menningarminja eftir nýafstaðið Skaftárhlaup.

Að sögn Ugga er greinilegt að miklar hamfarir hafa átt sér stað við farveg Ásaeldvatns, sem kvíslast úr Skaftá nokkru sunnan Búlands, og rennur suður hjá Hvammi og Ytri-Ásum. „Þegar slíkar hamfarir eiga sér stað er gjarnan talað um eyðileggingu lands út frá gróðri og ræktun skepnufóðurs. Sjaldnar er hugað að hinum jarðföstu frumheimildum sem fela í sér búsetusögu okkar.

Grjóthlaðin rétt í hættu

Skammt sunnan við brúna yfir Eldvatnið hjá Eystri-Ásum er grjóthlaðin rétt. Uggi segir að áin renni þar í gljúfri en hafi í hlaupinu rifið úr bakkanum með þeim afleiðingum að ekki eru nema tveir metrar frá árfarveginum að réttinni. „Fyrirséð er að áin mun éta réttina á næstu árum ef ekkert verður að gert. Í svona tilfelli er sennilega lítið hægt að gera annað en að setja bakkavörn úr grjóti neðan við réttina.“

Ummerki eyðibýlis þurrkuð út

Annað dæmi um hvernig náttúran getur leikið menningarminjar grátt er talsvert ofar með Ásaeldvatni, nær Múla en Ytri-Ásum. „Á grösugu nesi vestan árinnar, á Fögru-Flöt, stóðu rústir eyðibýlis. Í hlaupinu um daginn hefur áin ruðst yfir nesið og slitið það sundur þannig að flötin er nú ekkert nema smáhólmi úti í miðri á. Farvegurinn vestan hólmans er að vísu nánast þurr en viðbúið er að áin muni velta sér vestur fyrir hólmann. Öll ummerki eyðibýlisins eru gjörsamlega þurrkuð út. Það sárgrætilega er að búsetuminjarnar á Fögru-Flöt hafa aldrei verið skráðar af fornleifafræðingum og má því segja að eyða sé komin í byggðasögu Skaftártungu. Nú er ekkert annað að gera en að naga sig í handarbökin og reyna þess á milli að tala enn frekar fyrir fornleifaskráningu, sérílagi á svæðum þar sem er landbrot af völdum fljóta, hafs eða vindrofs,“ segir Uggi Ævarsson minjavörður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...