Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stefán Sigurðsson og Harpa Þórðardóttir við Vatnasvæði Lýsu sem þau hafa tekið á leigu.
Stefán Sigurðsson og Harpa Þórðardóttir við Vatnasvæði Lýsu sem þau hafa tekið á leigu.
Í deiglunni 2. ágúst 2017

Taka Vatnasvæði Lýsu á leigu

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að taka í sölu Vatnsvæði Lýsu á Snæfellsnesi en þessi fallega perla er frábær silungsveiðikostur og í bestu árum hafa veiðst hátt í 200 laxar á sumri,“ sögðu þau Stefán Sigurðsson og Harpa Þórðardóttir sem hafa tekið Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi á leigu í sumar.
 
„Veiði á Vatnasvæði Lýsu er góð og ódýr kostur fyrir veiðimenn og -konur á einu af okkar fegursta landsvæði. 
 
Á vatnasvæðinu veiðist urriði og bleikja allt tímabilið en þegar líður á júlí er töluverð laxavon á svæðinu.  Á haustin bætist svo sjóbirtingurinn við.  Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin er misjöfn. Laxinn er yfirleitt smálax, en allt að 19 punda fiskar hafa veiðst og silungurinn er frá einu upp í þrjú pund.
 
„Vatnasvæði Lýsu hefur verið í umsjá einkaaðila undanfarin 10 ár og er það án efa mikið fagnaðarefni fyrir marga að geta loks veitt þar að nýju,“ sögðu þau Stefán og Harpa enn fremur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...