Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna
Fréttir 4. mars 2015

Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum fengu veglega styrki úr orku­rannsóknasjóði Landsvirkjunar, eða samtals 8,8 milljónir króna.
 
Viðfangsefnin eru fjölbreytileg. Skoðuð verður kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna. Skógrækt ríkisins tekur þátt í öllum þessum verkefnum en framlögin renna óskipt til verkefnanna.
 
Markmið orkurannsóknasjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, eins og fram kemur á vef Landsvirkjunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Styrkveitingar sjóðsins falla í tvo flokka. Annars vegar eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og hins vegar styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkt eru almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Eftirtalin verkefni á sviði skógvísinda hlutu styrk að þessu sinni:
 
  • Kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum síðustu 10.000 ár í Húnavatnssýslu. Leone Tinganelli landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi á nútíma. Susanne Claudia Möckel landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Mýrviður – Loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi. Brynhildur Bjarna­dóttir, Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við Landbúnaðar­háskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.500.000 kr.
  • Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands, í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.700.000 kr.
  • Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Sæmundur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Háskóla Bresku-Kólumbíu í Vancouver, Kanada. Styrkur. 2.400.000 kr.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f