Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Mynd / Austurbrú
Fréttir 7. mars 2016

Tæplega 60 milljónir til 90 verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur úthlutað tæplega 60 milljónum króna til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. 
 
Þetta er önnur úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
 
Alls bárust 150 umsóknir sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Áætlaður heildarkostnaður við þessi 150 verk­efni er rúmar 807 milljónir króna.  Sótt var um rúmar 221 milljón en til úthlutunar komu 55,5 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en í fyrra þegar 58 milljónum var úthlutað. 
 
Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, segir á vef Austurbrúar ánægjulegt hversu margar umsóknir bárust. Ákveðið var í haust að þýða helstu umsóknargögn yfir á ensku og telur hún að það hafi skilað sér í auknum fjölda umsókna sem margar hverjar voru afskaplega faglega unnar. Signý segir að það hafi líka vakið athygli hversu öflugar umsóknir um skógræktarverkefni hefðu borist. Þessi atvinnugrein hafi vissulega verið áberandi í styrkúthlutunum áður en aldrei með jafn fjölbreyttum og áhugaverðum verk­efnum og nú.
 
Tanni Travel fékk hæsta styrkinn
 
Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Tanni Travel, eða 4,3 m.kr., til tveggja verkefna; 3,5 m.kr. til verkefnisins Fly Europe sem snýr að sölu flugsæta með beinu flugi Discover the World milli Egilsstaðaflugvallar og Lundúna sumarið 2016 og 800 þúsund kr. til Meet the locals en það verkefni snýst um að heimamenn taki á móti ferðamönnum á persónulegum nótum. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hlýtur 2,7 m.kr. til tveggja verkefna; 2,1 m.kr. til sýningardagskrár Skaftfells 2016 og 600 þúsund kr. til fræðsluverkefnis miðstöðvarinnar. Þá hlýtur LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2,5 m.kr. og Wasabi Iceland ehf. fær 2,2 m.kr. til vefjaræktunar á wasabi í rannsóknaraðstöðu. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f