Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Rúnar Birgi Gíslason.
Rúnar Birgi Gíslason.
Fréttir 20. júní 2016

Tæknin er nýtt til hins ítrasta á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það er að mörgu að hyggja fyrir tæknistjóra Landsmóts, Rúnar Birgi Gíslason. Því þó að Landsmótið snúist að mestu um hesta og mannfagnað þá þarf að leggja margar snúrur og marga kapla til að sinna öllum þeim kröfum sem gestir og keppendur gera.

Rúnar segir starf sitt að mestu fólgið í því að skipuleggja aðkomu mismunandi tæknimanna.
Vel þurfi að passa upp á hljóðflæði á svæðinu og að hljóðið heyrist vel í áhorfendabrekkum en trufli ekki hestana.

Upptaka fyrir sjónvarp fer fram á báðum völlum alla keppnisdagana og sitja menn í myndstjórn við að setja kynningar og upplýsingar ofan á myndina sem birtist á risaskjá við aðalvöllinn. Myndin fer einnig í OZ-appið þar sem fólk getur horft á mótið meðan á því stendur og jafnvel eftir á, gegn greiðslu og til WorldFengs þar sem hægt er að kaupa sérstaka myndbandaáskrift.

Kynningar og upplýsingar sem birtast á skjám og í sjónvarpi eru allar sóttar rafrænt  og þær flæða líka áfram inn í landsmótsappið þannig að allir eiga að geta séð rauntíma rásröð og stöðu hvar sem þeir eru.
Til að allt þetta geti flætt milli staða á þeim hraða sem fólk vill þarf öflugar lagnir og hefur því verið lagður ljósleiðari milli allra helstu punkta svæðisins.Mikil vinna liggur að baki hönnun og stjórnun tæknimála á mótinu.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...