Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Tækifæri til að nútímavæða matvælakerfin
Fréttir 3. júní 2025

Tækifæri til að nútímavæða matvælakerfin

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýprótein eru hönnuð til að bragðast eins eða betur en hefðbundnar dýraafurðir en kosta jafnmikið eða minna.

Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís.

Þegar fólk hugsar um nýprótein sér það gjarnan fyrir sér frumuræktað kjöt, skordýr, þörunga, þrívíddarprentuð matvæli og drykki úr endurunnu vatni. Þetta vekur mismikla hrifningu.

Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís, segir enga eina alþjóðlega skýringu til á nýpróteinum (e. alternative protein). Háskólinn í Melbourne segi t.d. að það sé jurtaog matvælatæknivalkostur við dýraprótein. Good Food Institute segi það vera önnur prótein, kjöt framleitt úr plöntum, ræktað úr dýrafrumum eða framleitt með gerjun, hannað til að bragðast svipað eða betur en hefðbundnar dýraafurðir en kosta það sama eða minna.

„Í sinni einföldustu mynd eru þetta próteingjafar sem koma ekki úr dýraríkinu, sem fangar þó ekki fullkomlega hvað nýprótein er,“ útskýrði Birgir á málþingi Matís í maí. Hægt væri að leggja nýprótein í nokkra flokka: Úr plönturíkinu komi t.d. belgjurtir, hnetur og fræ, úr gerjun, hefðbundinni eða stýrðri nákvæmnisgerjun, komi bakteríur og sveppir en hægt að nota ýmis hráefni sem oft eru einhverjar hliðarafurðir eða úrgangsstraumar, og úr ræktun er frumuræktun á t.d. kjöti eða fiski, þá skordýr og síðan þörungar, bæði örþörungar og stórþörungar, þ.e.a.s. matþörungar.

Velta áttatíu milljörðum dala

Hann sagði markaðsstærð nýpróteina nú standa í áttatíu milljörðum Bandaríkjadala og útlit sé fyrir myndarlegan vöxt næstu árin. Um það hvort fólk sé jákvætt gagnvart nýpróteinum og finnist þau álitleg hugmynd, sagði Birgir að það væri blendið. „Samkvæmt okkar eigin verkefnum og rannsóknum höfum við séð að evrópskir neytendur eru tiltölulega jákvæðir gagnvart nýpróteinum en samt er það mjög misjafnt. Þegar kemur til dæmis að skordýrum þá er fólk kannski frekar neikvætt, það er frekar yngri kynslóðin sem horfir á það jákvæðum augum,“ sagði hann. Innkoma nýpróteina í fæðu byggðist á upplýsingum til neytenda og aðlögun.

„Nýprótein eru svo miklu meira en umræðan um hvort okkur langi að borða einhver ógeðsleg skordýr eða ekki. Nýprótein eru hönnuð til að bragðast eins eða betur en hefðbundnar dýraafurðir en kosta jafnmikið eða minna. Eða það er allavega það sem framleiðendurnir vilja áorka í framtíðinni. Í samanburði við hefðbundið framleidd prótein nota nýprótein minna land og vatn, og hafa mun færri neikvæð áhrif, svo sem losun gróðurhúsalofttegunda, mengun og aðra áhættu fyrir lýðheilsu. Fjölmargir valkostir úr plöntum og gerjun eru í boði fyrir neytendur í dag. Aðrar vörur, svo sem ræktað kjöt, eru enn í þróun.

Nýpróteinin auka þannig fjölbreytni, sem er það mikilvægasta og þau eru ekki til að koma í staðinn fyrir eitthvað sem við erum að borða núna, ekkert endilega, heldur til að auka það val sem við höfum um eitthvað sem er hollt og umhverfisvænt, eða sjálfbært. Þarna höfum við tækifæri til að færa okkur inn í nútímann eða jafnvel framtíðina, nútímavæða matvælakerfin okkar og framleiðsluaðferðir og í leiðinni að draga verulega úr umhverfisáhrifum,“ sagði Birgir.

Ættum að stökkva á vagninn

Hann minnti á að óstöðugleiki í heiminum hefði sett matvælaöryggi í hættu. Áföll eins og Covid-19, átök, svo sem innrás Rússa í Úkraínu, og sjúkdómsfaraldur eins og fuglaflensa hefðu breytt framleiðslu og flæði landbúnaðarafurða um allan heim.

„Slíkar truflanir á matvælakerfum munu halda áfram og örugglega aukast og núverandi framleiðsluaðferðir hafa vaxandi ytri kostnað í för með sér,“ sagði Birgir og varpaði fram þeirri spurningu hvað gerast myndi á Íslandi ef innflutningur á jarðefnaeldsneyti og tilbúnum áburði myndi stöðvast á morgun:

„Við gætum ekki einu sinni náð í fiskinn, ekki keyrt skipin okkar og ekki keyrt traktorinn og borið áburð á túnin. Hvað getum við gert til að auka sjálfbærni, seiglu og viðnámsþrótt íslenskrar matvælaframleiðslu? Við gætum fetað í fótspor nágrannaþjóða okkar og Evrópuþjóða. Danir riðu fyrir um tveimur árum á vaðið með „Danska stefnu um græn prótein fyrir dýr og menn“, þeir eru komnir með áætlun og fjármagn til að nútímavæða framleiðslu og byggja upp þennan nýpróteinaiðnað. Þjóðverjar gerðu hið sama í fyrra, vörðu 38 milljónum evra í sjálfbæra próteinbreytingu, sem hefur svipuð markmið. Kanada setti gríðarlega peninga í próteiniðnaðarklasaverkefni með sömu markmiðum og svo mætti áfram telja. Þarna er kjörið tækifæri fyrir okkur að vera ekki eftirbátur annarra þjóða,“ sagði hann.

Í samanburði við hefðbundin prótein hafa nýprótein styttri keðjur sem krefjast færri aðfanga, nota minna land, minna vatn og hafa minni áhrif á umhverfi og losun gróðurhúsalofttegunda, að sögn Birgis. Þau eru ekki eins viðkvæm fyrir röskun og truflunum á aðfangakeðju og skapa aukna aðlögunarhæfni, t.d. gagnvart loftslagsbreytingum. „Mikilvægast er að þetta dregur úr áhættu, skapar meira fæðuöryggi og efnahagsöryggi,“ sagði Birgir jafnframt.

Skylt efni: Matís | Nýprótein

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f