Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum
Fréttir 8. maí 2025

Sòl*Kol á Sólheimum og sumarið í vændum

Höfundur: Valgeir Fridolf Backman, félagsmálafulltrúi Sólheima.

Það er viðeigandi að Sólheimar hafi orðið fyrir valinu við að halda málþing um framtíð og markað kolefniseininga.

Á málþinginu munu sérfræðingar reyna að skýra og skilgreina gangverkið og viðskiptamódelið sem liggur til grundvallar markaða kolefniseininga. Líklega er hér um að ræða fyrsta málþing sinnar tegundar á Íslandi og Sólheimar því kjörlendi slíkrar samkomu enda staðurinn þekktur í gegnum langa sögu sína fyrir frumkvöðlastarf af fjölbreyttum toga.

Hlutverk og markmið Sólheima er að skapa sjálfbært samfélag sem veitir íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Starfsemi Sólheima og aðstaða er sniðin að því að þjóna fólki með þroskahömlun. Við bjóðum gesti sérstaklega velkomna, hvort sem þeir hafa áhuga á samfélaginu sjálfu, vilja nýta hugmyndafræði okkar til að bæta eigið líf eða leggja okkur lið með beinum hætti í gegnum atvinnurekstur okkar.

Á Sólheimum er lítið byggðarhverfi með um 100 íbúa, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi og mannvirðing er í öndvegi. Þar eru tengsl náttúru, mannlífs og byggðar einstök. Náttúrunni er sýnd virðing og leitast við að vernda vistfræðilega ferla og stuðla að umhverfisvernd og -vitund eins og frekast er unnt. Á Sólheimum er þátttaka fatlaðs fólks í atvinnulífinu í öndvegi. Lífræn ræktun, skógrækt, handverk og sköpun er einungis brot af því sem aðhafst er á Sólheimum. Þar er íþróttafélag, skákfélag og öflugt menningarlíf með tónlist og leiklist. Röð tónleika verður haldin alla laugardaga í Sólheimakirkju í tengslum við Menningarveisluna sem hefst 7. júní. Menningarveislan verður sannkölluð hátíð fyrir skynfærin, þar sem litir, hljóð og menningarlegur auður fléttast saman í einstaka upplifun. Veislan í ár er tileinkuð því að 95 ár eru liðin frá stofnun Sólheima. Vert er að kynna sér starf Sólheima enda af ýmsu að taka.

Gildi Sólheima eru: kærleikur, virðing, sköpunargleði og fagmennska. Afmælisveislan er 5. júlí og það verður sko veisla.

Málþingið Sól*Kol verður 9. maí og hefst klukkan 11:00 í Vigdísarhúsi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...