Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Synjun beingreiðslna staðfest
Fréttir 9. janúar 2015

Synjun beingreiðslna staðfest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja mjólkurbúi í Vesturumdæmi um beingreiðslur. Kærandi gerðist brotlegur við ákveðin ákvæði matvælalaga.  Af þeim sökum stöðvaði Matvælastofnun afhendingu afurða frá býlinu 21. júní 2013 og þar með stöðvuðust beingreiðslur.

Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvöru eru svonefndar beingreiðslur stuðningur við framleiðslu og markaðssetningu fyrir mjólkurafurðir og er hann greiddur úr ríkissjóði til greiðslumarkshafa.  Matvælastofnun heldur skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því. Í lögunum er að finna bráðabirgðaákvæði sem heimilar Matvælastofnun, við mjög sérstakar aðstæður, að ákveða beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess, óháð framleiðslu á lögbýlinu.

Kærandi taldi sig uppfylla skilyrði bráðabirgðaákvæðisins og fór fram á að fá greiddar beingreiðslur árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti hins vegar á að um væri að ræða heimildarákvæði en Matvælastofnun væri ekki skylt að veita undanþágu samkvæmt ákvæðinu.  Undanþáguna bæri að skýra þröngt og ljóst væri að ákvæðinu væri ætlað að veita þeim framleiðendum stuðning sem yrðu fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft áhrif á, eins og t.d. við náttúruhamfarir.  Í málinu lægju ekki fyrir gögn sem sýndu fram á að framleiðsluskilyrði kæranda hefðu raskast vegna ástæðna sem hann hefði ekki getað haft áhrif á.  Ráðuneytið staðfesti því synjun Matvælastofnunar á beingreiðslum.

Skylt efni: Matvælastofnun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f