Á Þingvöllum geta gestir fylgst með Alþingi árið 1000 með aðstoð símans.
Á Þingvöllum geta gestir fylgst með Alþingi árið 1000 með aðstoð símans.
Mynd / Gagarín
Líf og starf 14. nóvember 2025

Sýndarveruleiki á ferðamannastöðum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hönnunarstofan Gagarín hefur hannað gagnvirkar lausnir til að miðla sögunni til ferðamanna á nokkrum stöðum umhverfis landið.

Á Hofsstöðum í Garðabæ hannaði Gagarín sýningu sem fjallar um landnámsminjar sem þar fundust. Miðlunin er í formi upplýsingaskilta en einnig voru settir upp þrír sýndarveruleika-kíkjar þar sem gestum gefst tækifæri til að skyggnast inn í fortíðina. Þar sjá ferðamenn hvernig landnámsmenn byggðu hús sín, hvernig daglegt líf þeirra var og hvað þeir tóku sér fyrir hendur. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Gagarín.

Sýndarveruleikakíkjar við Hofsstaði í Garðabæ gefa fólki kost á að horfa inn í fortíðina

Við Gullfoss geta gestir kynnst fyrsta umhverfissinna Íslands, Sigríði Tómasdóttur frá Brattholti, sem barðist gegn virkjun fossins. Með hjálp QR-kóða á fimm mismunandi stöðum opnast sýndarveruleiki þar sem leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir túlkar Sigríði. Gestir skynja mikilvægi fossins með augum hennar, kynnast bóndadóttur, listakonu og óþreytandi baráttukonu, allt í sömu myndinni. Vakin er sú spurning hvernig svæðið liti út ef fossinn hefði verið virkjaður.

Við Gullfoss er þeirri spurningu velt upp hvað hefði gerst ef fossinn hefði verið virkjaður.

Á Þingvöllum geta gestir upplifað lífið frá fyrri tíð, eins og Alþingi árið 1000, með því að skanna QR-kóða og leggst þá fortíðin yfir nútímann í farsímanum. Á næsta ári stendur til að gera gestum fært að sjá hverinn Geysi gjósa á ný með hjálp sýndarveruleika.

Við Þrístapa í Húnavatnshreppi fór fram síðasta aftakan á Íslandi árið 1830 og hefur þeirri sögu verið gefið líf með útisýningu Gagarín. Þegar gestir ganga að aftökupallinum, sem stendur í um 150 metra fjarlægð frá þjóðvegi 1, ganga þeir í gegnum söguna, allt frá aðdraganda morðanna á Illugastöðum að eftirmálum þeirra. Er þar dregin upp mynd af harmrænum örlögum Agnesar og Friðriks og saga þeirra verður nánast áþreifanleg í landslaginu. 

Útisýning Gagarín við Þrístapa á Þingum skýrir frá síðustu aftökunni á Íslandi.

Skylt efni: sýndarveruleiki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...