Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýklalyfjaónæmi mikið samkvæmt nýrri skýrslu
Fréttir 23. febrúar 2017

Sýklalyfjaónæmi mikið samkvæmt nýrri skýrslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) gáfu út nýja skýrslu um sýklalyfjaónæmi í bakteríum sem finnast í mönnum, dýrum og matvælum.

Í skýrslunni kemur fram að sýklalyfjaónæmar bakteríur sýni áfram ónæmi fyrir algengum sýklalyfjum og undirstrika að lýðheilsu og dýraheilbrigði stafar hætta af sýklalyfjaónæmi.

Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi um 25 þúsund dauðsföllum í Evrópu á ári hverju.

Á heimasíðu Matvælastofnunnar segir í frétt í tengslum við útgáfu skýrslunnar að athygli veki að sýklalyfjaónæmi er mjög mismunandi eftir löndum og svæðum innan Evrópu. Almennt er ónæmi algengara í suður- og austurhluta Evrópu miðað við norður- og vesturhluta Evrópu.

Á Íslandi er ónæmi hjá mönnum og dýrum almennt lægra en í öðrum Evrópulöndum. Hingað til hefur sýklalyfjaónæmi ekki verið skoðað í matvælum hér á landi, innlendum sem og innfluttum, og því lítið vitað um tíðni ónæmra baktería í þeim.

Velferðarráðuneytið setti á laggirnar starfshóp á árinu 2016 í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Starfshópurinn fékk það hlutverk að koma með tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Íslandi og er von á niðurstöðunum á næstu vikum.

Matvælastofnun heldur málþing um sýklalyfjaónæmi örvera í mönnum, dýrum og matvælum mánudaginn 15. maí í tengslum við heimsókn forstjóra EFSA til Íslands þar sem m.a. verða kynntar niðurstöður mælinga á sýklalyfjaónæmi í Evrópu. Málþingið verður auglýst síðar en nánari upplýsingar um skýrsluna og sýklalyfjaónæmi má nálgast hér að neðan.


Fréttatilkynning EFSA

Skýrsla Evrópusambandsins um sýklalyfjaónæmi baktería í mönnum, dýrum og matvælum árið 2015

Upplýsingagátt EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu

Kennslumyndband um notkun upplýsingagáttar EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu

Skýrsla um sölu sýklalyfja í Evrópu - frétt Matvælastofnunar frá 20.10.16

Lyfjaþol í Evrópu 2014 - frétt Matvælastofnunar frá 29.02.16

Sýklalyfjaþol baktería sem geta borist milli manna og dýra - frétt Matvælastofnunar frá 18.02.16

Norrænn fundur um sýklalyfjaþol - frétt Matvælastofnunar frá 17.11.14


 

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi | Mast

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...