Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Sýklalyfjaónæmi gæti vel verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða vegna COVID-19 en ekki eina ástæðan," segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði.
„Sýklalyfjaónæmi gæti vel verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða vegna COVID-19 en ekki eina ástæðan," segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði.
Mynd / livescience.com
Á faglegum nótum 2. apríl 2020

Sýklalyfjaónæmi gæti verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða af völdum COVID-19

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar COVID-19 sýkinganna sem ganga yfir heiminn heyrist æ oftar að þeir sem hafa látist hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma sem hafi magnast upp vegna veirunnar. Oft er talað um sjúkdóma sem tengjast lungum og öndunarfærum eða sýklalyfja­ónæmi.

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir að sýklalyfja­ónæmi gæti vel verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða vegna COVID-19 en ekki eina ástæðan.

Blanda sýklalyfjaónæmis og COVID-19

Fyrir skömmu birtist á vefsíðu Aftenposten grein eftir Erik Martiniussen, höfund bókarinnar Stríðið við bakteríurnar, sem ber fyrirsögnina „Derfor tar koronaviruset så mange liv i Italia“.

Í greininni segir Martiniussen að mögulegt sé að háar dánartölur á Ítalíu orsakist af því sem hann segir vera lífshættulega blöndu af sýklalyfjaónæmum bakteríum og COVID-19. Martiniussen segir að fjöldi fólks á Ítalíu sem smitast hafi af veirunni látist ekki af hennar völdum heldur af undirliggjandi sjúkdómum eða af sýklalyfjaónæmum bakteríum.

Martiniussen bendir á að dánartíðni í Noregi og annars staðar þar sem notkun á sýklalyfjum sé tiltölulega lítil, á það einnig við um Ísland, sé mun minni en þar sem notkunin á sýklalyfjum er meiri. Samkvæmt því sem segir í greininni látast árlega tæplega 11 þúsund manns á Ítalíu vegna sýklalyfja­ónæmra baktería, aðallega E.coli, en 69 í Noregi.

Fylgisýkingar

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og prófessor í sýklafræði, segir að þrátt fyrir að manna á meðal sé talað um COVID-19 sé það nafnið á sjúkdómnum en að veiran sjálf heiti SARS- CoOV-2.

„Ég hef sjálfur og fleiri velt fyrir sér af hverju dánartíðnin er hærri á Ítalíu en í flestum öðrum löndum. Bent hefur verið á að í mörgum tilfellum sé um eldri einstaklinga að ræða og að heilbrigðisþjónustan hafi ekki ráðið við að veita öllum viðeigandi meðferð.

Því skal þó ekki neita að ein möguleg ástæða þessa séu fjöl­ónæmar bakteríur þar sem bakteríusýkingar koma oft upp í kjölfar veirusýkinga. Í nýlegri grein í Lancet var greint frá því að í Wuhan í Kína voru 50% af þeim sem létust með fylgibakteríusýkingu sem kom í kjölfar veirusýkingarinnar. Þetta er mjög hátt hlutfall og hugsanlega má útskýra það með því að flestir þessara sjúklinga fóru í öndunarvél og það að fara í öndunarvél eykur hættuna á að fá bakteríusýkingu. Ef upp kemur bakteríusýking verður að meðhöndla hana með sýklalyfjum.

Flestum gefin sýklalyf

„Flestir sjúklingar sem sýkjast af COVID-19 og þurfa að leggjast inn á gjörgæsludeild, fara á sýklalyf, þrátt fyrir að vitað sé að sýklalyf virki ekki á veiruna.

„Sýklalyfin eru gefin til að koma í veg fyrir fylgisýkingu eða til að meðhöndla hana sé hún til staðar. Slíkt á að geta gengið og komið í veg fyrir fylgisýkingar í þeim tilvikum þar sem bakteríurnar eru næmar fyrir lyfjunum sem verið er að nota.

Samkvæmt úttekt sem var gerð áður en COVID-19 kom upp, þá látast langflestir í heiminum í Evrópu af völdum nær alsýklalyfjaónæmra baktería á Ítalíu og þannig hefur það verið í mörg ár. Ef bakteríuflóran á sjúkrahúsum á Ítalíu er í samræmi við þetta, er ástandið þar mun verra en ef eingöngu væri um bakteríur að ræða sem væru ónæmar fyrir hefðbundnum sýklalyfjum,“ segir Karl.

Gæti verið meðvirkandi

„Sýklalyfjaónæmi gæti vel verið meðvirkandi ástæða fyrir dauða vegna COVID-19 en ekki eina ástæðan.“

Aðspurður segir Karl að dánartíðni á Spáni sé einnig há og að þar sé sýklalyfjaónæmi einnig mikið. „Það er þó líklega ekki eins slæmt og á sjúkrahúsum á Ítalíu en samt ekki gott, enda dánartíðin þar há. Hvað varðar Þýskaland, þar sem talsvert er notað af sýklalyfjum, er staðan á spítölum mun betri þrátt fyrir að hún sé ekki eins góð og hjá okkur og á Norðurlöndunum.“

Sýklalyfjaónæmi ógn við lýðheilsu

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarnar­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...